Veðurblíða og flott mót á Hlíðarenda

Undanfarnar helgar hefur hvert golfmótið rekið annað að Hlíðarenda. Ágæt þátttaka hefur verið í hverju móti og veður leikið við keppendur.

Opna Hlíðarkaupsmótið var haldið 28. júlí og voru keppendur 47. Veitt voru verðlaun fyrir fimm efstu sætin í punktakeppni. Sigurvegari varð Jóhann Örn Bjarkason GSS, en í kjölfar hans komu þeir Ásmundur Baldvinsson GSS, Jakob Helgi Richter GA, Arnar Geir Hjartarson GSS, Brynjar Örn Guðmundsson GSS og Kristján Halldórsson GSS.

Á opna Vodafonemótinu sem fram fór 4. ágúst var keppt í höggleik í karla og kvennaflokki, auk þess sem verðlaun voru veitt fyrir flesta punkta. Sigurvegarar í karlaflokki voru þeir Einar Haukur Óskarsson GK og Bjarni Sigþór Sigursson GS, en þeir léku á 75 höggum. Elvar Ingi Hjartarsson GSS varð síðan í þriðja sæti, höggi á eftir þeim. Í kvennaflokki sigraði Dagbjört Rós Hermundardóttir á 83 höggum. Sigríður Elín Þórðardóttir og Árný Árnadóttir voru síðan jafnar í 2-3 sæti á 85 höggum. Punktakeppnina sigraði Dagbjört Rós á 43 punktum. Elvar Ingi fékk 42 punkta en í þriðja sæti varð Magnús Gunnar Magnússon með 36 punkta.

 

Categories: Óflokkað

Vodafone open á laugardaginn. Skráningu lýkur kl 19:00 í dag.

Þegar hafa tæplega 50 manns skráð sig til keppni í Opna Vodafone mótinu, sem haldið er með tilstyrk Vodafone og Rafsjár á Sauðárkróki. Mótið er hluti af hinni svokölluðu Norðvesturþrennu, sem er mótaröð haldin á Norðvesturlandi. Öllum er þó heimil þátttaka. Góð verðlaun eru í boði, bæði fyrir höggleik karla og kvenna og eins punktakeppni.

Categories: Óflokkað

Góð þátttaka á mótum sumarsins

Góð þátttaka hefur verið í golfmótum sumarsins hjá GSS og ágætur árangur náðst. Um 55 manns spiluðu í opna Steinullarmótinu mótinu sem fram fór 20. júlí og nokkrir í viðbót spiluðu daginn eftir í British open comes to Sauðárkrókur. Framundan eru mót næstu helgar. Hlíðarkaupsmótið verður næsta laugardag, þar sem ræst verður út í öllum hollum klukkan 10:00. Veðurspáin er fín og um að gera að skrá sig á www.golf.is

Categories: Óflokkað