Meistaramót í Holukeppni

Dregið hefur verið í fyrstu umferð meistaramóts í Holukeppni. Leikjum þarf að vera lokið fyrir 30. júní, en spilað er með fullri forgjöf.

Elvar Ingi Hjartars vs. Hlynur Freyr Einarsson

Brynjar Örn Guðmundsson vs. Þröstur Friðfinnsson

Ásgeir Björgvin Einarsson vs. Jónas Már Kristjánsson

Þórður Karl Gunnarsson vs. Hjörtur S Geirmundsson

Guðmundur Rúnar Vífilsson vs. Dagbjört Rós Hermundsdóttir

Guðmundur Þór Árnason vs. Rafn Ingi Rafnsson

Oddur Valsson vs. Ingvi Þór Óskarsson

Arnar Geir Hjartarson vs. Einar Ágúst Gíslason

 

Aðrir sem skráðu sig í Holukeppnina sitja hjá í fyrstu umferð.

mótanefnd

 

Categories: Óflokkað

Meistaramót í Holukeppni

Nú fer að styttast í holukeppnina og hvetjum við alla til að skrá sig og vera með í skemmtilegu móti.

Skráningu í Holukeppni GSS lýkur föstudaginn 22.júní kl. 20. Dregið verður í 1. umferð eftir Jónsmessumót, sem er haldið föstudaginn 22.júní. Leikjum í fyrstu umferð skal vera lokið fyrir 30.júní.

Eftir fyrstu umferð verður keppendafjöldi jafnaður niður í 16 eða 8 með aukaleik/jum eftir útdrátt, ef þess þarf (fer eftir keppendafjölda).

Holukeppnin er spiluð með fullri forgjöf.

Þátttökugjald er aðeins 1000 kr.

Skráning á golf.is

Mótanefnd

Categories: Óflokkað

Frábært golfmaraþon

Á föstudaginn fóru börn og unglingar klúbbsins létt með að spila 1000 golfholur eins og þau hétu að gera til styrktar unglingastarfi klúbbsins. Það tók þau aðeins um 11 klukkustundir. Frábær stemming var meðal krakkanna og allir stóðu sig frábærlega, ekki sýst þau yngstu, sem gengu allan daginn og létu engan bilbug á sér finna.

Golfklúbbur Sauðárkróks þakkar þátttakendum og styrktaraðilum kærlega fyrir frábæran dag.

Categories: Óflokkað