Meistaramót í Holukeppni

Nú fer að styttast í holukeppnina og hvetjum við alla til að skrá sig og vera með í skemmtilegu móti.

Skráningu í Holukeppni GSS lýkur föstudaginn 22.júní kl. 20. Dregið verður í 1. umferð eftir Jónsmessumót, sem er haldið föstudaginn 22.júní. Leikjum í fyrstu umferð skal vera lokið fyrir 30.júní.

Eftir fyrstu umferð verður keppendafjöldi jafnaður niður í 16 eða 8 með aukaleik/jum eftir útdrátt, ef þess þarf (fer eftir keppendafjölda).

Holukeppnin er spiluð með fullri forgjöf.

Þátttökugjald er aðeins 1000 kr.

Skráning á golf.is

Mótanefnd

Categories: Fréttir

Frábært golfmaraþon

Á föstudaginn fóru börn og unglingar klúbbsins létt með að spila 1000 golfholur eins og þau hétu að gera til styrktar unglingastarfi klúbbsins. Það tók þau aðeins um 11 klukkustundir. Frábær stemming var meðal krakkanna og allir stóðu sig frábærlega, ekki sýst þau yngstu, sem gengu allan daginn og létu engan bilbug á sér finna.

Golfklúbbur Sauðárkróks þakkar þátttakendum og styrktaraðilum kærlega fyrir frábæran dag.

Categories: Fréttir

Golfmaraþon á föstudag

Næstkomandi föstudag munu börn og unglingar freista þess að spila 1000 holur til styrktar unglingastarfinu. Hafa þau

Frá Unglingamótinu Nýprent Open

gengið í hús og fengið góðar viðtökur hjá íbúum á Sauðárkróki. Völlurinn verður ekki lokaður á föstudaginn, en aðrir spilarar eru beðnir um að sína sérstaka tillitssemi. Biðjum við félagsmenn að koma við á vellinum og hvetja krakkana áfram eða jafnvel spila með þeim nokkrar holur. Ef einhverjir hafa misst af krökkunum, þegar þau komu að safna áheitum, er hægt að koma við í golfskála og styðja við bakið á þeim.

Categories: Fréttir