Úrslit í Norðvesturþrennunni

Nú er búið að taka saman úrslit í hinni árlegu Norðvesturþrennu, sameiginlegri golfmótaröð golfklúbbanna á Norðurlandi vestra. Um  er að ræða Golfklúbbinn á Sauðárkróki, Golfklúbb Skagastrandar og Golfklúbbinn Ós á Blönduósi. Keppt er einu sinni á hverjum velli og í heildarkeppninni eru lagðir saman punktar keppenda úr hverju móti fyrir sig.

Fyrsta mótið fór fram á Skagaströnd á Þjóðhátíðardaginn 17. júní, annað mótið var um verslunarmannahelgina á Hlíðarendavelli og það þriðja þann 20. ágúst á Blönduósi. Samtals tóku tæplega 90 keppendur þátt í mótunum þremur.

Að vanda stóðu keppendur GSS sig með sóma þar sem Sigríður Elín hafði sigur í kvennaflokki án forgjafar og Einar Einarsson lenti í öðru sæti bæði í opnum flokki með forgjöf og í karlaflokki án forgjafar.

Haraldur Friðriks lenti svo í þriðja sæti í sama flokki. Úrslit urðu sem hér segir:

 

Opinn flokkur með forgjöf:

Jón Jóhannsson                  GÓS       100 punktar

Einar Einarsson                   GSS          99 punktar

Sigríður Elín Þórðardóttir       GSS          90 punktar

 

 

Kvennaflokkur án forgjafar:

Sigríður Elín Þórðardóttir         GSS       51 punktur

Guðrún Ásgerður Jónsdóttir     GÓS       50 punktar

Jóhanna Guðrún Jónsdóttir      GÓS       29 punktar

 

Karlaflokkur án forgjafar:

Jón Jóhannsson                      GÓS       73 punktar

Einar Einarsson                      GSS        71 punktur

Haraldur Friðriksson                GSS        71 punktur

Categories: Fréttir

Breytingar á Hlíðarendavelli

Varla hefur farið framhjá glöggum kylfingum að miklar framkvæmdir standa nú yfir við 9. flöt vallarins. Verið er að vinna að uppbygginu á nýrri flöt, en sú gamla hefur verið nær ónýt vegna kalskemmda síðustu ár. Vallarnefnd lagði til að byggð yrði upp ný flöt og stjórn samþykkti framkvæmdirnar sem verður að mestu lokið nú á haustdögum. Líklega verður hægt að spila inn á nýju flötina síðla næsta sumar, en gamla flötin verður í notkun þangað til.

Categories: Fréttir

Unnar sigrar í holukeppninni.

Nú nýverið lauk keppni í holukeppni, en að þessu sinni var keppt með forgjöf. Alls hófu 32 keppendur leik og var um úrsláttarfyrirkomulag að ræða.  Til úrslita kepptu Sigríður Elín Þórðardóttir og Unnar Ingvarsson og fóru leikar svo að Unnar sigraði 5/4 og er því klúbbmeistari GSS árið 2011.

Categories: Fréttir