Fyrstu umferð í holukeppni lokið
Fyrstu umferð í Holukeppni GSS 2011 lauk í gær, þriðjudaginn 26. júlí. Margar skemmtilegar viðureignir voru háðar í 32 manna úrslitum þar sem úrslit í 6 leikjum réðust ekki fyrr en á 18 holu eða síðar.
Til gamans má geta að einn leikur var háður á Hamarsvelli í Borgarnesi. Þar mættust Gunnar Sandholt og Ingileif Oddsdóttir en sú síðarnefnda lagði Gunnar á endanum af velli 3/2. Fregnir úr Borgarfirði herma að völlurinn sé sem sandauðn eftir þessa vasklegu baráttu og getum við þakkað okkar sæla fyrir að þessi leikur fór ekki fram á Hlíðarendavelli.
Af áhugaverðum viðureignum í 16 manna úrslitum má nefna hjónaslag Muggs og Lóu og nokkuð víst að þar verður barist til síðasta blóðdropa.
Mótanefnd hefur ákveðið að næstu umferð í Holukeppninni skuli vera lokið eigi síðar en föstudaginn 5. ágúst.
Eftirtaldir etja kappi í 16 manna úrslitum.
Ingvi Þór Óskarsson- Arnar Ólafsson
Unnar Ingvarsson – Atli Freyr Rafnsson
Guðmundur Þór Árnason – Ólöf Herborg Hartmannsdóttir
Þröstur Kárason – Aldís Ósk Unnarsdóttir
Einar Einarsson – Bjarni Jónasson
Ingileif Oddsdóttir – Arnar Geir Hjartarson
Sigríður Elín Þórðardóttir – Sævar Steingrímsson
Jóhann Örn Bjarkason – Hjörtur Geirmundsson
Einum leik er lokið í 16 manna úrslitum. Hjörtur sigraði Jóhann Bjarkason á 19. h0lu.
Bjarni Jónasson –