Góður árangur á þriðja Ólafshúsmótinu

Eftir barning fram eftir vori virðast kylfingar vera að ná vopnum sínum, ef marka má úrslit úr þriðja Ólafshúsmótinu, en 23 kylfingar tóku þátt í mótinu. Veðrið var þokkalegt sem hafði góð áhrif á skorið. Sigurvegari án forgjafar var Jóhann Örn Bjarkason en hann spilaði á 78 höggum. Sigurvegari með forgjöf varð hins vegar Hlynur Freyr Einarsson, sem fékk 40 punkta og lækkaði verulega í forgjöf. Magnús Gunnar Gunnarsson og Guðni Kristjánsson komu skammt á eftir með 38 punkta.

Categories: Óflokkað

Verðlaun á Opna Icelandair golfers mótinu

Nú er ljóst hvað í verðlaun verður á opna Icelandair golfers mótinu n.k. laugardag, en þau eru eins og nafn mótsins gefur til kynna veitt af Icelandair og Icelandair golfers. Keppt verður í einum flokki og verður um punktakeppni að ræða:

1. verðlaun. Gjafabréf frá Icelandair 40.000

2. verðlaun. 20.000 króna úttekt í Örninn golfverslun.

3. verðlaun 12.000 króna úttekt í Örninn golfverslun.

4. verðlaun 10.000 króna gjafabréf frá Bílahótel.

5. verðalaun 10.000 króna gjafabréf frá Bílahótel.

Nándarverðlaun 6/15 holu 10.000 króna gjafabréf frá Bílahótel. 5000. króna úttekt í Örninn golfverslun.

Lengsta teighögg 9/18 holu. 10.000 króna gjafabréf frá Bílahótel. 5000 króna úttekt í Örninn golfverslun.

Sjá nánar í lýsingu móts á www.golf.is

 

 

Categories: Óflokkað

Góð þátttaka á fyrsta háforgjafarmótinu

Alls tóku 14 þátt í fyrsta háforgjafarmóti sumarsins sem er góð þátttaka. Sigurvegari á þessu fyrsta móti var Jóhanna Valdimarsdóttir. Í samstarfi mótanefndar og nýliðanefndar verður án efa haldið annað mót fljótlega, sem verður auglýst hér á vefnum.

Categories: Óflokkað