Verslunar- og þjónustustjóri

Karen Owolabi hefur verið ráðin sem verslunar- og þjónustustjóri Golfklúbbs Skagafjarðar. Hún sér um rekstur verslunar í golfskálanum á Hlíðarenda og aðstoðar félagsmenn með skráningarkerfið Golfbox o.fl. Hún starfaði á vöktum í golfskálanum í fyrra.
Karen er stúdent frá MR og hefur lokið einu ári í stjórnmálafræði og lögfræði í Quinnipiac University sem er í Connecticut í Bandaríkjunum.

Golfskálinn opnar 20. maí.

Categories: Óflokkað

Íþróttastjóri

Atli Freyr Rafnsson er nýráðinn íþróttastjóri Golfklúbbs Skagafjarðar. Hann annast þjálfun barna og unglinga ásamt því að sinna almennum félagsmönnum. Atli skipuleggur komur gestaþjálfara og starfar með þeim við þjálfun. Hann starfar náið með barna og unglinganefnd.

Atli Freyr er stúdent frá FNV og var að ljúka fyrsta ári í íþrótta og heilsufræði við Háskóla Íslands. Atli hefur starfað við þjálfun hjá GSS undanfarin ár.

Categories: Óflokkað

Tiltektarmót 30. maí

Frá vallarnefnd: Tiltektarmót

Fyrsta mót sumarsins verður haldið sunnudaginn 30. maí kl. 15:00. Mótið kallast Tiltektarmót. Það verður 9 holu mót með áherslu á leikgleði og samveru. Leikform verður líklega Fjórmenningur (slegið til skiptis).

Rétt til þátttöku hafa þeir sem taka þátt í tiltekt /vinnu fyrr um daginn. Skráning í mótið fer fram í tiltektinni. Verðlaun verða fyrir liðin í 3 efstu sætum og verða þau kynnt í tiltektinni. Þar að auki verða útdráttarverðlaun.

Tiltektin hefst klukkan 10 og stendur til klukkan 14. Gert er ráð fyrir að hver og einn vinni í 2 klst innan þessara tímamarka. Léttar veitingar verða kl 12:00.

Vallarnefndin sér okkur fyrir verkefnum en þau eru t.d.

Henda borðum. Festa upp skilti.
Laga til í kylfugeymslu.
Flytja dót frá Borgarflöt upp í golfskála eða öfugt.
Mála kylfugeymslu og skúra ef veður leyfir.
Plokkun í nágrenni golfskála og á æfingasvæði.
Taka út rusl og gömlu skápana úr kylfugeymslunni sem er á æfingarsvæðinu.

Þórður Karl mun sjá um verkstjórn fyrir hönd vallarnefndar.

ALLIR félagsmenn GSS eru velkomnir!

Nóg er að mæta á staðinn en gott væri að hafa hugmynd um þátttöku.
Vinsamlega skráið þátttöku á skráningarblað í golfskála (sem opnar 20. maí).

Categories: Óflokkað