Kvennasveit GSS í 7.sæti

Kvennasveit GSS sem lék á Íslandsmóti golfklúbba í 1.deild um síðustu helgi endaði í 7. sæti. Leikið var á tveimur völlum, hjá Golfklúbbi Kópavogs og Garðabæjar og Golfklúbbnum Oddi. Allar sterkustu sveitir landsins tóku þátt, en 2 deildir eru í íslandsmóti golfklúbba í kvennaflokki. Sveitin lék við Golflkúbbinn Keili, Golfklúbb Kópavogs og Garðabæjar, Golfklúbbinn Odd og Golfklúbb Suðurnesja og tapaði viðureignum við þessa golfklúbba. Að síðustu var síðan leikið við Golfklúbb Vestmannaeyja til úrslita um hvor klúbburinn myndi halda sínu sæti í 1.deild. Skemmst er frá því að segja að sveit GSS sigraði örugglega með 4 vinningum gegn 1 og leikur því áfram í 1.deild. Það verður því þriðja árið í röð sem GSS leikur í 1.deild kvenna.

Öll úrslit leikja má finna á www.golf.is

Categories: Afreksstarf

Kvennasveit GSS á Íslandsmóti Golfklúbba í 1.deild um næstu helgi.

Kvennasveit Golfklúbbs Sauðárkróks leikur á Íslandsmóti Golfklúbba 1.deild sem haldin verður dagana 26.-28.júlí n.k. 8 sveitir eru í deildinni. Sú nýlunda verður á keppninni er að leikið verður á tveimur völlum, hjá Golfklúbbi Kópavogs og Garðabæjar (GKG) og Golfklúbbnum Oddi (GO). 1. deild karla verður einnig leikin samtímis á þessum völlum.

Keppnisfyrirkomulagið er holukeppni þar sem 6 spila í einu þ.e. 4 tvímenningsleikir og 1 fjórmenningur.

Sveit Golfklúbbs Sauðárkróks skipa þær:

Anna Karen Hjartardóttir

Árný Lilja Árnadóttir

Dagbjört Hermundsdóttir

Hildur Heba Einarsdóttir

Sigríður Elín Þórðardóttir

Sólborg Hermundsdóttir

Telma Ösp Einarsdóttir

Liðsstjóri: Árný Lilja Árnadóttir

Liðin í 1. deild kvenna (riðill):

Golfklúbbur Reykjavíkur (A)
Golfklúbburinn Keilir (B)
Golfklúbbur Kópavogs og Garðarbæjar (B)
Golfklúbbur Mosfellsbæjar (A)
Golfklúbbur Suðurnesja (A)
Golfklúbburinn Oddur (B)
Golfklúbbur Sauðárkróks (B)
Golfklúbbur Vestmannaeyja (A)

Hægt verður að fylgjast með stöðunni á www.golf.is þar sem uppfært verður að loknum hverjum leik.

Categories: Afreksstarf

Meistaramót GSS 2019

Arnar Geir Hjartarson (295 högg) og Árný Lilja Árnadóttir (324 högg) urðu klúbbmeistarar á meistaramóti GSS sem fór fram að Hlíðarenda dagana 10. – 13. júlí.  Þátttakendur voru 38 talsins og nutu þeir sín vel í góðu veðri á vellinum sem er í toppstandi.  Spilaðir voru 4 hringir, nema í byrjendaflokki og öldungaflokki þar sem spilaðir voru 3 hringir.   Að loknu móti var verðlaunaafhending og lokahóf í skála þar sem Kaffi Krókur sá um veitingarnar.  Úrstlit mótsins má sjá inn á golf.is

Categories: Fréttir