Opna kvennamót GSS fór fram á Hlíðarendavelli laugardaginn 29. júní. Þátttakendur voru 55 konur úr ýmsum golfklúbbum. Sigurvegari var Ingibjörg Ólöf Guðjónsdóttir (GSS) með 43 punkta. Í öðru sæti var Anna Karen Hjartardóttir (GSS) með 43 punkta og í þriðja sæti var Hildur Heba Einarsdóttir (GSS) með 41 punkt. Engin fór tómhent heim, þökk sé frábærum stuðningi fjölmargra fyrirtækja. Það er gaman að geta tekið á móti svona flottum hópi, það er góð kynning á Hlíðarendavelli og úrvals kynning fyrir Skagafjörð.
Opna Nýprent, fyrsta mótið í Titleist-Footjoy Norðurlandsmótaröðinni fór fram á Hlíðarendavelli 23. júní. Keppendur voru 57 víða af Norðurlandi. Nýprent meistarar að þessu sinni urðu þau Sara Sigurbjörnsdóttir GFB (88 högg) og Lárus Ingi Antonsson GA (76 högg) en þann titil hljóta þeir kylfingar sem leika 18 holur á fæstum höggum. Nándarverðlaun voru á 6/15 braut og vippkeppni fyrir alla keppendur að leik loknum.
Sigurvegarar í flokkakeppni voru eftirfarandi:
18-25 ára drengir:
Arnar Geir hjartarson GSS, 77 högg
Hákon Ingi Rafnsson GSS, 90 högg
Gunnar Aðalgeir Arason GA, 91 högg
18-25 ára stúlkur:
Telma Ösp Einarsdóttir GSS, 98 högg
15-17 ára drengir:
Lárus Ingi Antonsson GA, 76 högg
Mikael Máni Sigurðsson GA, 78 högg
Patrik Róbertsson GA, 89 högg
15-17 ára stúlkur:
Sara Sigurbjörnsdóttir GFB, 88 högg
Hildur Heba Einarsdóttir GSS, 94 högg
Guðrún María Aðalsteinsdóttir GA, 108 högg
14 ára og yngri drengir:
Veigar Heiðarsson GA, 82 högg
Snævar Bjarki Davíðsson GA, 90 högg
Alexander Franz Þórðarson GSS, 101 högg
14 ára og yngri stúlkur:
Anna Karen Hjartardóttir GSS, 95 högg
Kara Líf Antonsdóttir GA, 98 högg
Una Karen Guðmundsdóttir GSS, 107 högg
12 ára og yngri drengir:
Axel Arnarsson GSS, 59 högg
Unnar Marinó Friðriksson GHD, 60 högg
Bjartmar Dagur Þórðarson GSS, 65 högg
12 ára og yngri stúlkur:
Auður Bergrún Snorradóttir GA, 47 högg
Birna Rut Snorradóttir GA, 50 högg
Bryndís Eva Ágústsdóttir GA, 56 högg
Einnig var keppt í byrjendaflokki þar sem allir fengu verðlaun en ekki var raðað í sæti.
Næsta mót í Titleist-Footjoy Norðurlandsmótaröðinni verður haldið á Dalvík sunnudaginn 7. júlí.
Skálinn er að jafnaði opinn virka daga 10 – 18 og um helgar 10 – 16 (lengur ef það er mót).
Mikil gróska er í barna- og unglingastarfi klúbbsins. Golfskólinn er mánudaga til fimmtudaga. 11 ára og yngri eru kl 10:30 – 12:00. 12 ára og eldri eru kl 13:30 – 15:30. Sumartím er kl. 8:30 – 10:00. Arnar Geir og Atli Freyr eru aðalþjálfarar og standa sig með miklum sóma. Helga Jónína (helgajg@simnet.is) er formaður unglinganefndar sem hefur í mörg horn að líta.
Það er gaman að sjá hve góð þátttaka er í nýliðanámskeiðinu. Við fögnum nýju fólki og öðrum sem snúa aftur eftir pásu. Árný Lilja og Arnar Geir eru frábærir leiðbeinendur. Í framhaldi af nýliðanámskeiði verður lokahóf og fleira skemmtilegt s.s. vanur/óvanur og gullteigamót. Kynningar- og nýliðanefndin heldur utan um nýliðastarfið. Formaður er Dagbjört Rós (dagbjort79@live.com)
Mótin eru farin að rúlla. Unglinganefndin hélt fyrsta föstudagsmót sumarsins þann 7. júní. Opna KS mótið var haldið 8. júní í sól og smá strekkingi. Sigurvegarar voru Arnar Geir og Ingvi Þór. Mót sumarsins má sjá á golf.is. Andri Þór (andri@byggdastofnun.is) er formaður mótanefndar.
Vallarnefnd, vallarstjóri og dómarar klúbbsins hafa komist að niðurstöðu um merkingar vítasvæða. Vallarstarfsmenn eru búnir að merkja. Vítasvæði eru merkt með gulum eða rauðum hælum. Formaður vallarnefndar er Guðmundur Ágúst (gummiag@simnet.is )
Dagana 9. – 16.
júní verður GSS með léttan útdráttarleik
fyrir félagsmenn: Dregið verður úr skráðum rástímum (á golf(.)is) og sá heppni
fær glaðning. Til gamans gert en einnig til að hvetja fólk til að fara á
völlinn og skrá rástíma. Skráning rástíma sýnir tillitssemi við aðra. Það ætti
enginn að fara á völlinn nema með skráðan rástíma. Skráning er allra hagur.
Vertu með í leiknum og kannski dettur þú í lukkupottinn.