Sunnudaginn 11 júní héldum við okkar árlega Jómfrúarmót. Vindurinn var mikill og áttu keppendur erfitt með að fjúka ekki, en þó var frábær þátttaka og mikið skemmt sér. Keppt var í karla og kvennaflokki og veitt verðlaun fyrir þrjú efstu sætin í hvor flokkinum. Í karlaflokki var Hjörtur Geirmundsson í 1. sæti, Friðjón Bjarnason í 2. sæti, og Ingvi Þór Óskarsson í 3. sæti. Í kvennaflokki sigraði Una Karen Guðmundsdóttir, í 2. sæti var Margrét Helga Hallsdóttir, og í 3. sæti var Hildur Heba Einarsdóttir. Einnig var veitt heiðursverðlaun í punktakeppni án forgjafar og það vann hann Arnar Geir Hjartarson.
Nándarverðlaun á 6/15 holu vann hann Ingvi Þór Óskarsson og í öðru höggi á 9/18 vann Hákon Ingi Rafnsson.
Frábært að sjá svona góða mætingu á mót í byrjun sumars og lítur allt út fyrir að verði einstaklega gott golfsumar hjá okkur í GSS í ár. Sérstakar þakkir til allra þáttakenda mótsins og til Jómfrúarinnar, styrktaraðila mótsins, fyrir veittan stuðning.