Styrktarmót fyrir Arnar Geir

Golfklúbburinn ætlar að halda styrktarmót fyrir Arnar Geir Hjartarson mánudaginn 8.ágúst n.k.
Arnar Geir fer í háskólanám til Bandaríkjanna, nánar tiltekið í Missouri Valley College um miðjan ágúst á íþróttastyrk.
Við ætlum að spila 9 holur og hafa gaman. Ræst verður út af öllum teigum.
Mæting er kl.17:00 og byrjað að spila kl.17:15. Þetta verður punktakeppni og veitt verða verðlaun fyrir efstu sætin. Ekki verður leikið til forgjafar.
Hver veit nema Arnar Geir verði úti á velli og bjóði upp á upphafshögg á einhverri braut 🙂

Mótsgjald er kr. 2.000,- eða frjáls framlög eftir því sem hver og einn vill. Skráning er á www.golf.is.

Að loknu móti verða síðan kaffi og tertur í boði fjölskyldunnar.

Gaman væri að sjá sem flesta og eiga notalega stund saman að móti loknu í skálanum.

Þeir klúbbfélagar sem ekki taka þátt í mótinu eru hjartanlega velkomnir í kaffið á eftir.

Categories: Fréttir

Steinuallarmótið 2016 -helstu úrslit

Steinullarmótið 2016Steinullarmótið fór fram á Hlíðarenda 30. júlí.  Alls tóku 39 keppendur þátt í mótinu.  Veitt voru vegleg verðlaun fyrir sex efstu sætin í opnum flokki punktar með forgjöf og fyrir þrjú efstu sætin í punktakeppni án forgjafar í kvenna- og karlaflokki.

Helstu úrslit:

Opinn flokkur- punktar með forgjöf

1. Guðmundur Ágúst Guðmundsson GSS – 39 punktar

2. Karitas Sigurvinsdóttir GS – 37 punktar

3. Björn Sigurðsson GSS – 36 punktar

4. Dagbjört Rós Hermundsdóttir GSS – 35 punktar

5. Ingibjörg Ólöf Guðjónsdóttir GSS – 35 punktar

6. Rafn Ingi Rafnsson GSS -35 punktar

Karlaflokkur – punktar án forgjafar.

1. Arnar Geir Hjartarson GSS – 28 punktar

2. Bergur Rúnar Björnsson GFB – 27 punktar

3. Hákon Ingi Rafnsson GSS – 25 punktar

Kvennaflokkur – punktar án forgjafar

1. Árný Lilja Árnadóttir GSS – 24 punktar

2. Dagbjört Rós Hermundsdóttir GSS – 22 punktar

3. Ingibjörg Ólöf Guðjónsdóttir GSS – 16 punktar

Ásmundur Baldvinsson var næstur holu á 9/18 braut í öðru höggi og Hákon Ingi Rafnsson var næstur holu í upphafshöggi á 6/15 braut.

GSS þakkar forsvarsmönnum Steinullar fyrir stuðninginn.

Categories: Fréttir

Úrslit í Hlíðarkaupsmótinu 2016

Hlidarkaup2016Hlíðarkaupsmótið fór fram 23. júlí í logni, rigningu og þoku.  Þrjátíu keppendur mættu til leiks og var ræst út af öllum teigum klukkan 10:00.  Leikfyrirkomulag var punktakeppni með forgjöf og voru veitt verðlaun fyrir fimm efstu sætin en einnig voru nándarverðlaun á 3/12 og 6/15 holu.

Helstu úrslit voru:

1. Andri Þór Árnason GSS – 36 punktar

2. Haraldur Friðriksson GSS – 33 punktar

3. Sigríður Elín Þórðardóttir GSS – 32 punktar

4.  Stefán Bjarni Gunnlaugsson GA – 31 punkt

5. Ásmundur Baldvinsson GSS – 31 punkt.

Rafn Ingi Rafnsson var næstur holu á 3/12 braut og Andri Þór Árnason var næstur holu á 6/15 braut.

GSS þakkar Ásgeiri í Hlíðarkaup fyrir stuðninginn.

Categories: Fréttir