Aðalfundur Golfhermafélagsins

Aðalfundur Golfhermafélagsins verður haldinn sunnudaginn 18.október kl.17:00 í golfskálanum.

Venjuleg aðalfundarstörf.

Félagar GSS eru hvattir til að fjölmenna á fundinn.

Einnig er meðfylgjandi í viðhengi verðskrá fyrir starfsárið 2015-2016.

Vekjum sérstaka athygli á þeim sértilboðum sem eru í gangi í október, nóvember og desember.

Verðskrá 2015_2016

Categories: Fréttir

Úrslit í Norðvesturþrennunni

 

Norðvesturþrennan sumarið 2015

GSS – GÓS – GSK

Tilgangurinn með Norðvesturþrennunni er að auka samstarf og samskipti félaganna í golfklúbbunum þremur. 

Norðvesturþrennan

Keppt er í þremur flokkum: Opinn flokkur með forgjöf, karlaflokkur án forgjafar, kvennaflokkur án forgjafar. Ekki er gefin hærri leikforgjöf en 36.

Keppendur fá 1 punkt fyrir skolla, 2 fyrir par o.s.frv.

Lagðir eru saman punktar keppenda úr hverju móti. Punktar á „útivöllum“ gilda þó tvöfalt. Verði keppendur jafnir gildir röð á síðasta mótinu.

Verðlaun fyrir flesta punkta í hverjum flokki er gjafabréf frá golfverslun að upphæð 10.000 kr.

Úrslit í opnum flokki punktar með forgjöf:

1.  Arnar Geir Hjartarson GSS – 164 punktar

2.  Adolf Hjörvar Berndsen GSK – 163 punktar

3. Ásmundur Baldvinsson GSS – 155 punktar

Úrslit í kvennaflokki punktar án forgjafar:

1. Sigríður Elín Þórðardóttir GSS – 82 punktar

2. Guðrún Ásgerður Jónsdóttir GÓS – 78 punktar

3. Ólöf Herborg Hartmannsdóttir GSS –  43 punktar

Úrslit í karlaflokki punktar án forgjafar:

1. Arnar Geir Hjartarson GSS – 154 punktar

2. Elvar Ingi Hjartarson GSS – 112 punktar

3. Rafn Ingi Rafnsson GSS – 95 punktar.

 

 

 

 

 

Categories: Fréttir

Norðurlandsmótaröð barna og unglinga lokið. GSS með tvo Norðurlandsmeistara.

Norðurlandsmótaröð barna og unglinga er lokið þetta sumarið. Lokamótið fór fram á Akureyri laugardaginn 29.ágúst s.l. á

Anna Karen og Hildur Heba eru Norðurlandsmeistarar 2015
Anna Karen og Hildur Heba eru Norðurlandsmeistarar 2015

Jaðarsvelli. Um 50 þátttakendur voru á mótinu af öllu Norðurlandi í öllum flokkum og átti Golfklúbbur Sauðárkróks 14 þeirra. Þí stóðu sig öll með mikilli prýði eins og á öðrum mótum mótaraðarinnar í sumar. Flokkarnir eru kynjaskiptir. Þau sem hlutu verðlaun í mótinu voru í flokki 12 ára og yngri, Anna Karen Hjartardóttir sigraði í sínum flokki og og Reynir Bjarkan B. Róbertsson varð í þriðja sæti í sínum flokki. Í flokki 14 ára og yngri varð Hildur Heba Einarsdóttir í 3. sæti og Hákon Ingi Rafnsson varð einnig í 3.sæti. Í flokki 17-21 árs varð síðan Elvar Ingi Hjartarson í 3.sæti. Öll önnur úrslit er að finna á www.golf.is.

Samhliða þessu er síðan stigakeppni þar sem 3 bestu mótin af 4 eru talin skv. stigagjöf GSÍ og þannig eru fundnir út hverjir eru Norðurlandsmeistarar í sínum flokki.  Heildarstigagjöfina má finna á nordurgolf.blog.is. Kylfingar frá Golfklúbbi Sauðárkróks voru ofarlega í mörgum flokkum en það voru tvær stúlkur sem hömpuðu Norðurlandsmeistaratitli í sínum flokkum. Anna Karen Hjartardóttir sigraði í flokki 12 ára og yngri og Hildur Heba Einarsdóttir sigraði í flokki 14 ára og yngri. Þó svo að formlegu keppnishaldi sé lokið hjá börnum og unglingum þá er Hlíðarendavöllur í sínu besta standi og um að gera að spila sem lengst inn í haustið.

Hópurinn frá GSS á lokamóti mótaraðarinnar
Hópurinn frá GSS á lokamóti mótaraðarinnar

 

Categories: Fréttir