Úrslit í Opna Advania mótinu

Opna Advania 2015Opna Advania mótið fór fram laugardaginn 5.september.

Spilaður var 18 holu betri bolti sem er liðakeppni þar sem tveir eru saman í liði og betra skorið á holunni er talið til punkta. 32 keppendur voru í mótinu í sunnan golu og ágætis hita.

Keppnin var mjög jöfn og voru skoða varð punktafjölda á seinni 9 holum til að skera úr um úrslit sem urðu eftirfarandi.

 

1. Arnar Geir Hjartarson og Elvar Ingi Hjartarson 41 punktur ( 22 á seinni 9 )

2. Ásmundur Baldvinsson og Björn Jónsson 41 punktur ( 19 á seinni 9 )

3. Björn Sigurðsson og Ingibjörg Guðjónsdóttir 38 punktar ( 21 á seinni 9 )

4. Dagbjört Hermundsdóttir og Hlynur Freyr Einarsson 38 punktar ( 20 á seinni 9 )

5. Karl Wernersson og Þórður Jónsson 38 punktar ( 17 á seinni 9 )
Þá voru einnig veitt verðlaun fyrir að vera næst/næstur holu á 6/15 braut og var það Elvar Ingi Hjartarson sem var 1,72 m frá holu.

Categories: Fréttir

Hákon Ingi fór holu í höggi á 6. braut

Hákon Ingi 2.sept - Hola í höggi Hákon Ingi Rafnsson gerði sér lítið fyrir og fór holu í höggi á 6. braut á Hlíðarendavelli á lokamótinu í Ólafshússmótaröðinni.

Hákon Ingi sló draumahöggið með 6 járni.

Til hamingju með þetta frábæra afrek Hákon Ingi!

Categories: Fréttir

Uppskeruhátíð barna og unglinga

Uppskeruhátíð barna og unglingastarfs Golfklúbbs Sauðárkróks var haldin í dag. Flott mæting var og mikil stemming. Byrjað var á því að taka létt“speed-golf“ mót áður en uppskeruhátíðin sjálf hófst.Allur hópurinn á uppskeruhátíðinni

Að því búnu var farið í golfskálann þar sem allir fengu gjöf frá KPMG og síðan voru veittar viðurkenningar fyrir starfið:
Bestu kylfingarnir voru þau Marianna Ulriksen og Elvar Ingi Hjartarson

Mestu framfarir hlutu Telma Ösp Einarsdóttir og Hákon Ingi Rafnsson

Efnilegust voru Rebekka Róbertsdóttir og Arnar Freyr Guðmundsson

Bestu ástundum fengu María Rut Gunnlaugsdóttir og Gísli Kristjánsson

Síðan voru veitt verðlaun fyrir þau sem voru til fyrirmyndar bæði innan vallar sem utan. Þau hlutu Anna Karen Hjartardóttir og Bogi Sigurbjörnsson.

Einnig voru veittar viðurkenningar fyrir einvígi ( shoot-out ) sem fór fram fyrr í ágúst en þar sigraði Reynir Bjarkan Róbertsson.

Þá voru líka veittar viðurkenningar fyrir hraðgolfmót ( speed-golf ) sem fór fram fyrir uppskeruhátiðina en þar sigraði Brynjar Guðmundsson.

Það er ástæða þakka öllum kærlega fyrir starfið í sumar. Iðkendur hafa verið til fyrirmyndar og foreldrar hafa verið dugleg að taka þátt í öllu og styðja við sitt fólk. Svo ber að þakka Jóni Þorsteini golfkennara og Telmu Ösp sérstaklega fyrir allt utanumhald í kringum golfskólann í sumar.

Að þessu loknu voru veitingar að hætti barna- og unglingastarfsins.
Myndir frá uppskeruhátíðinni er að finna á facebook síðu unglingastarfsins

 

Categories: Fréttir