Sveitakeppni karla í 3.deild

Golfklúbbur Sauðárkróks sendir sveit til keppni í sveitakeppni GSÍ 3.deild sem að þessu sinni er haldin á Grundarfirði 7.-9.ágúst, en alls er keppt í 5 deildum í karlaflokki. Sveitin hefur verið valin og hana skipa eftirtaldir:

Arnar Geir Hjartarson

Elvar Ingi Hjartarson

Hákon Ingi Rafnsson

Jóhann Örn Bjarkason

Jón Þorsteinn Hjartarson

Hjörtur Geirmundsson – liðsstjóri

Í 3.deild ásamt GSS eru sveitir frá Akureyri, Dalvík, Húsavík, Vogum, Hellu, Ísafirði og heimamenn í Grundarfirði.

Hægt verður að fylgjast með framvindu allra deilda sveitakeppninnar á golf.is

Categories: Fréttir

Steinullarmótið – Norðvesturþrennan II fór fram 1. ágúst í blíðskaparveðri

Þrátt fyrir rigningaspá og kulda skall á blíðskaparveður og mættu 28 keppendur til leiks á Steinullarmótið sem í ár er framlag GSS til Norðvesturþrennunnar, mótaröð GSK, GÓS og GSS.

Fyrirkomulag mótsins var punktakeppni án forgjafar í kvenna- og karlaflokki og einn opinn flokkur með forgjöf.

Helstu úrslit í karlaflokki voru:

1. sæti Arnar Geir Hjartarson GSS – 34 punktar.

2. sæti Jóhann Örn Bjarkason GSS – 26 punktar.

3. sæti Guðmundur Ragnarsson GSS – 24 punktar.

Helstu úrslit í kvennaflokki voru:

1.  Árný Lilja Árnadóttir GSS – 29 punktar.

2. Dagbjört Rós Hermundsdóttir GSS- 20 punktar.

3. Sigríður Elín Þórðardóttir GSS- 20 punktar.

Helstu úrslit í opnum flokki með forgjöf:

1. Árný Lilja Árnadóttir GSS- 39 punktar.

2. Arnar Geir Hjartarson GSS- 38 punktar.

3. Svanborg Guðjónsdóttir GSS 37 punktar.

4. Dagbjört Rós Hermundsdóttir GSS – 37 punktar

5. Adolf Hjörvar Berndsen GÓS – 37 punktar

6. Reynir Barðdal GSS – 37 punktar.

Jóhann Örn Bjarkason var næstur holu í öðru höggi á 9/18 braut og Jón Jóhannson GÓS var næstur holu eftir upphafshögg á 6/15 braut.

Forsvarsmönnum Steinullarverksmiðjunnar á Sauðárkróki eru færðar þakkir fyrir stuðninginn.

 

 

 

Categories: Fréttir

3.móti í Norðurlandsmótaröð barna og unglinga lokið

3. móti Norðurlandsmótaröð barna og unglinga var haldið á Ólafsfirði sunnudaginn 26.júlí s.l. Að venju sendi GSS keppendur á mótið og var árangur þeirra sem hér segir. Í byrjendaflokki sigraði Gísli Kristjánsson og stúlknaflokki varð Rebekka Helena B. Róbertsdóttir í 3.sæti og María Rut Gunnlaugsdóttir í 4.sæti. Í flokki 12 ára og yngri varð Bogi Sigurbjörnson í 5.sæti og Reynir Bjarkan B. Róbertsson í 6.sæti. Þá varð Anna Karen Hjartardóttir í 2.sæti í sama flokki. Í flokki 14 ára og yngri varð Hákon Ingi Rafnsson í 3.sæti og í sama flokki sigraði Marianna Ulriksen og Hildur Heba Einarsdóttir varð í 4.sæti. Í flokki 15-16 ára varð Telma Ösp Einarsdóttir í 2.sæti. í flokki 17-21 árs varð síðan Elvar Ingi Hjartarson í 4.sæti. Lokamótið verður síðan haldið á Akureyri laugardaginn 5.september. Búið er að uppfæra stöðuna í stigagjöfinni til Norðurlandsmeistara í öllum flokkum inni á heimasíðu mótaraðarinna nordurgolf.blog.is.

Categories: Fréttir