Páskafrí
Nú erum við komin í stutt páskafrí með golfæfingar barna og unglinga. Næsta æfing verður því fimmtudaginn 9.apríl kl.17:30. Síðan verður æfing sunnudaginn 12.apríl kl.16:00.
Nú erum við komin í stutt páskafrí með golfæfingar barna og unglinga. Næsta æfing verður því fimmtudaginn 9.apríl kl.17:30. Síðan verður æfing sunnudaginn 12.apríl kl.16:00.
Inniæfingar barna og unglinga eru nú að hefjast á Flötinni.
Til að byrja með verða æfingarnar þannig að árgangar 2002 og eldri verða á sunnudögum kl.16-18 og árgangar 2003 og yngri verða á fimmtudögum kl.17:30-18:30. Æfingatímar gætu breyst og verður það auglýst sérstaklega.
Árný, Arnar Geir og Hjörtur verða með æfingarnar ásamt einhverjum fleirum hverju sinni.
Á einhverjum æfingum verðum við líka í golfherminum.
Endilega látið berast með allra
Barna og unglingnefnd
Uppskeruhátíð Ungmennasambands Skagafjarðar (UMSS) var haldin laugardaginn 27.desember 2014 í Húsi frítímans á Sauðárkróki.
Byrjað var á því að veita ungum og efnilegu íþróttafólki viðurkenningu. Frá Golfklúbbi Sauðárkróks fengu þau Hildur Heba Einarsdóttir og Arnar Freyr Guðmundsson viðurkenninguna.
Því næst var valið lið ársins að mati UMSS en þetta er í fyrsta skipti sem þessi viðurkenning er veitt. Það var kvennasveit GSS sem hreppti þessi verðlaun en eins og kunnugt er þá sigruðu þær örugglega í 2.deild sveitakeppni GSÍ s.l. sumar. Það var Sigríður Elín Þórðardóttir sem tók við þessum verðlaunum fyrir hönd sveitarinnar. Þá var einnig í fyrsti skipti valinn þjálfari ársins innan aðildarfélaga UMSS. Það var þjálfarinn okkar hann Hlynur Þór Haraldsson sem var valinn.
Að lokum var síðan lýst kjöri á íþróttamanni Skagafjarðar fyrir árið 2014. Arnar Geir Hjartarson varð í 3.sæti í þessu kjöri. Frjálsíþróttakappinn Jóhann Björn Sigurbjörnsson varð í 2.sæti og Íþróttamaður Skagafjarðar árið 2014 er Baldur Haraldsson sem hampaði íslandsmeistaratitli í rallý s.l. sumar.
Golfklúbbur Sauðárkróks óskar öllu þessu glæsilega íþróttafólki til hamingju með árangur sinn og vonar að þessar viðurkenningar verði til enn meiri hvatningar á komandi ári.