Karlasveit GSS sigurvegarar í 4.deild

IMG_1055Golfklúbbur Sauðárkróks spilaði í 4.deild karla á Kálfatjarnarvelli á Vatnsleysuströnd s.l. helgi.

Sveitina skipuðu þeir Arnar Geir Hjartarson, Brynjar Örn Guðmundsson, Elvar Ingi Hjartarson, Hlynur Freyr Einarsson, Ingvi Þór Óskarsson og Jóhann Örn Bjarkason.

Fyrsti leikur á föstudeginum var gegn Þorlákshöfn. Elvar Ingvi og Ingvi Þór spiluðu fjörmenning og sigruðu 7/6. Arnar Geir og Jóhann Örn spiluðu tvímenning og unnu báðir sína leiki 4/3. Seinni leikur föstudagsins var gegn heimamönnum á Vatnsleysuströnd. Elvar Ingi og Ingvi Þór spiluðu fjörmenning og töpuðu 2/0. Arnar Geir og Jóhann Örn spiluðu tvímenning. Arnar Geir sigraði 4/3 en Jóhann Örn tapaði 1/0.

Fyrri leikurinn á laugardaginn var gegn Mostra frá Stykkishólmi. Elvar Ingi og Brynjar Örn spiluðu fjórmenning og sigruðu 6/5. Arnar Geir og Jóhann Örn spiluðu tvímenning og þar sigraði Arnar Geir í sínum leik 8/7 og Jóhann Örn sigraði í sínum leik 4/2. Seinni leikurinn á laugardaginn var því gegn Golfklúbbi Bakkakots sem sigraði í A-riðli. Þetta var því úrslitaleikur um hvort þessara liða myndi leika í 3.deild að ári. Hörkuviðureignir voru í öllum þessum leikjum og mjög gott golf var leikið af öllum kylfingum í báðum klúbbum. Það fór hins vegar þannig að GSS sigraði í öllum leikjunum. Elvar Ingvi og Ingvi Þór spiluðu fjörmenning og sigruðu 2/1. Arnar Geir og Jóhann Örn spiluðu tvímenning og þar sigraði Arnar Geir 2/1 og Jóhann Örn sigraði 3/2. Þar með var sæti í 3.deild tryggt að ári.

Síðasti leikurinn var því á sunnudeginum þar sem spilað var um 1. og 2. sætið í deildinni. Þar spilaði GSS aftur við heimameinn í GVS. Þar snérist dæmið við frá föstudeginum og GSS hafði sigur í öllum leikjunum nokkuð örugglega. Jóhann Örn og Hlynur Freyr spiluðu fjórmenning og sigruðu 2/1. Brynjar Örn og Ingvi Þór spiluðu tvímenning og þar sigraði Brynjar Örn sinn leik 7/5 og Ingvi Þór sigraði 4/2.

Golfklúbbur Sauðárkróks sigraði því í 4.deild og leikur í 3.deild á næsta ári. Flottur árangur hjá strákunum það.

 

Úrslit í öllum leikjum 4.deildar má finna hér:

https://docs.google.com/spreadsheet/pub?key=0AuRwXcZkTCnDdHZKZzE0UHJqZFdoNFZMcXY2SUtHX1E&gid=9

Categories: Fréttir

GSS sigurvegari

Sveitir GSS unnu báðar sínar viðureignir í úrslitum á Íslandsmótinu í sveitakeppni. Kennasveitin lék á heimavelli í annari deild kvenna og tryggðu sér sigur með 3-0 sigri á sveit Golfklúbbs Selfoss. Þær munu því keppa í fyrstu deild að ári. Karlarnir sigruðu heimamenn á Vatnleysuströnd í úrslitaleik í 4. deild karla 3-0 og keppa því í þriðju deild að ári. Frábær árangur hjá golfliðum klúbbins.

Sigurvegarar í sveitakeppni kvenna 2. deild 2014
Sigurvegarar í sveitakeppni kvenna 2. deild 2014 ásamt Rósu Jónsdóttur fulltrúa GSÍ og Hlyni Þór Haraldssyni liðsstjóra og þjálfara. Sveitina skipuðu f.h. Ragnheiður Matthíasdóttir, Dagbjört Hermundardóttir, Sigríður Elín Þórðardóttir, Árný Lilja Árnadóttir og Aldís Ósk Unnarsdóttir.

Categories: Fréttir

Karlasveitin spilar til úrslita í 4. deild

Karlasveit GSS sigraði sveit GOB og spilar því til úrslita í 4. deild karla. Bæði karla og kvennasveitirnar lyfta sér því upp um deild. Frábær árangur og ástæða til að óska liðsmönnum og öðrum kylfingum GSS til hamingju.

Categories: Fréttir