Úrslit í Opna Steinullarmótinu

005

 

 

 

 

 

Opna Steinullarmótið fór fram í dag við frekar erfiðar aðstæður. Völlurinn var mjög blautur og rigndi vel á keppendur.  En Arnar Geir Hjartarson lét aðstæðurnar ekki hafa áhrif á sig og spilaði völlinn á tveimur höggum undir pari eða á 70 höggum.  Vel gert hjá þessum unga og efnilega kylfingi.

Punktatkeppni án forgjafar.                                                                                                                                                                                                         Karlar.

  1. Arnar Geir Hjartarson – 38 punktar
  2. Jóhann Örn Bjarkason – 30 punktar
  3. Guðmundur Ingvi Einarsson – 29 punktar

Konur

  1. Árný Lilja Árnadóttir – 22 punktar
  2. Ragnheiður Matthíasdóttir – 18 punktar
  3. Sigríður Elín Þórðardóttir – 16 punktar

Punktakeppni með forgjöf.

  1. Arnar Geir Hjartarson – 41 punktur
  2. Reynir Barðdal – 38 punktar
  3. Ásmundur Baldvinsson – 37 punktar
  4. Hlynur Freyr Einarsson – 34 punktar
  5. Jóhann Örn Bjarkason – 33 punktar
  6. Hlynur Þór Haraldsson – 31 punktar

Ásgeir Einarsson var næstur holu á 6/15 braut og Hlynur Þór Haraldsson var næstur holu í öðru höggi á 9/18 braut.

Steinull er styrktaraðili mótsins og er forsvarsmönnum færðar þakkir fyrir stuðningurinn.

Categories: Fréttir

Opna stóra Steinullarmótið 19. júlí.

Hlíðarendi1Opna Steinullarmótið er á morgun 19. júlí.

Leikfyrirkomulag er punktakeppni með og án forgjafar.  Í punktakeppni án forgjafar er keppt í kvenna- og karlaflokki og veitt eru verðlaun fyrir 3 efstu sætin í báðum flokkum.  Í punktakeppni með forgjöf er einn opinn flokkur og eru veitt verðlaun fyrir 6 efstu sætin.

Nándarverðlaun á 6/15 braut og fyrir annað högg á 9/18 braut.

Verðlaunin eru i formi gjafabréfa Golfbúðinni í Hafnarfirði.  Skáning á golf.is og í síma 453 5075 til klukkan 19:00 í dag.

 

Categories: Fréttir

Úrslit í Meistaramóti GSS 2014

032Meistarar GSS 2014. 

Árný Lilja Árnadóttir og Arnar Geir Hjartarson. 

Meistaramót GSS fór fram dagana 9.-12. júlí í blíðskaparveðri alla dagana fyrir utan smá dempur á þriðja keppnisdegi.  Alls tóku 28 þátt í mótinu en keppt var í sex flokkum. Keppt var í höggleik án forgjafar en einnig fór fram punktakeppni í einum opnum flokki og veitt voru fern aukaverðlaun.  Keppni var jöfn og spennandi í meistaraflokkunum og í 1. flokki karla réðust úrslit á 2. holu í bráðabana og hjá konunum í háforgjafaflokki réðust úrslit einnig í bráðabana.  Öllum keppendum eru færðar þakkir fyrir prúðmannlega framkomu og góða keppni.

Úrslit í höggleik án forgjafar:

Meistaraflokkur karla.

  1. Arnar Geir Hjartarson – 312 högg
  2. Jóhann Örn Bjarkason – 314 högg
  3. Elvar Ingi Hjartarson – 322 högg

Meistaraflokkur kvenna.

  1. Árný Lilja Árnadóttir – 330 högg
  2. Aldís Ósk Unnarsdóttir – 332 högg
  3. Ragnheiður Matthíasdóttir – 360 högg

1. flokkur karla (úrslit réðust í bráðabana á annarri holu)

  1. Magnús Gunnar Gunnarsson – 344 högg
  2. Rafn Ingi Rafnsson – 344 högg
  3. Hjörtur Geirmundsson – 383 högg

2. flokkur karla

  1. Guðmundur Ragnarsson – 347 högg
  2. Einar Einarsson – 351 högg
  3. Hákon Ingi Rafnsson – 354 högg

4. flokkur karla

  1. Friðjón Bjarnason – 398 högg
  2. Einar Ágúst Gíslason – 438 högg

Háforgjafaflokkur kvenna (leikið 3 x 9 holur) úrslit réðust í bráðabana.

  1. Helga Dóra Lúðvíksdóttir – 192 högg
  2. Herdís Sæmundardóttir – 192 högg
  3. Nína Þóra Rafnsdóttir – 196 högg

Punktakeppni með forgjöf:

  1. Friðjón Bjarnason – 151 punktur
  2. Aldís Ósk Unnarsdóttir – 148 punktar
  3. Hákon Ingi Rafnsson – 148 punktar

Aukaverðlaun.

  1. dagur.  Ásgeir Björgvin Einarsson – 12 cm frá flaggi á par 3 braut 6/15
  2. dagur.  Ragnheiður Matthíasdóttir – 45 cm frá miðlínu á 5/14
  3. dagur.  Árný Lilja Árnadóttir – 2,01 m frá  flaggi í öðru höggi á 9/18
  4. dagur.  Árný Lilja Árnadóttir lengsta upphafshögg á 8/17

Myndir frá meistaramótinu eru á feisinu Golfmyndir GSS.

 

 

 

 

 

 

 

 

Categories: Fréttir