Meistaramót barna og unglinga

Meistarmót barna og unglinga GSS var haldið dagana 1.-4.júlí á Hlíðarendavelli.

Keppt var í 5 flokkum og voru þátttakendur 15 talsins.

Úrslitin voru sem hér segir.

 

1 flokkur stelpur 2 x 18 holur – rauðir teigar
1. Telma Ösp Einarsdóttir 262 högg
2. Maríanna Ulriksen 317 högg
1 flokkur strákar 3 x 18 holur – gulir teigar
1. Elvar Ingi Hjartarson 249 högg
2. Hákon Ingi Rafnsson 260 högg
3. Pálmi Þórsson 280 högg
2 flokkur stelpur 3 x 9 holur – rauðir teigar
1. Hildur Heba Einarsdóttir 219 högg
2. Anna Karen Hjartardóttir 230 högg
3. Helga Júlíana Guðmundsdóttir 240 högg
2 flokkur strákar 3 x 9 holur – rauðir teigar
1. Viktor Kárason 160 högg
2. Ívar Elí Guðmundsson 189 högg
3. Arnar Freyr Guðmundsson 190 högg
3 flokkur strákar 2 x 9 holur – gullteigar
1. Reynir Bjarkan B Róbertsson 110 högg
2. Bogi Sigurbjörnsson 118 högg
3. Gabríel Jökull Brynjarsson 137 högg

 

Myndir eru frá verðlaunaafhendingu sem var í golfskálanum 8.júlí er að finna á facebook síðunni „Golfmyndir GSS“.

https://www.facebook.com/groups/397526793685611/

Categories: Fréttir

2.mót í Norðurlandsmótaröðinni á Dalvík

Annað mótið í Norðurlandsmótaröðinni í golfi var haldið Arnarholtsvelli við Dalvík sunnudaginn 6.júlí.

Golfklúbbur Sauðárkróks var með keppendur að venju í flestum flokkum og þau stóðu sig öll með stakri prýði . Það voru þau Anna Karen Hjartardóttir, Arnar Freyr Guðmundsson, Arnar Geir Hjartarson, Bogi Sigurbjörnsson, Elvar Ingi Hjartarson, Hákon Ingi Rafnsson, Hildur Heba Einarsdóttir og Pálmi Þórsson. Mikið vatnsveður hafði verið undanfarna daga og völlurinn var mjög blautur og ringdi mest allan daginn. Ágætis árangur var hins vegar þrátt fyrir erfiðar aðstæður og keppendur frá Golfklúbbi Sauðárkóks nældu sér í nokkur verðlaun. Arnar Geir Hjartarson var í öðru sæti í flokki 17-21 árs á 72 höggum, Elvar Ingi Hjartarson varð í þriðja sæti í flokki 15-16 ára á 75 höggum. Hákon Ingi Rafnsson varð í öðru sæti á flokki 14 ára og yngri á 94 höggum. Hildur Heba Einarsdóttir sigraði í flokki 12 ára og yngri á 62 höggum og Anna Karen Hjartardóttir sigraði í byrjendaflokki á 56 höggum. Myndir frá mótinu er að finna á facebook síðunni „Golfmyndir GSS“. Öll úrslit er að finna á www.golf.is.

 

Categories: Fréttir

Kvennamót GSS 6. júlí.

Kvennamót GSS fór fram sunnudaginn 6. júlí. Vallaraðstæður voru frekar erfiðar en vatnspollar voru í nokkrum sandgryfjum og völlurinn víða eins og blautur svampur eftir rigninguna síðustu daga.  Leikfyrirkomulag var punktakeppni með forgjöf.  Hlaðborð vinninga er aðalsmerki kvennamótsins og fá allir keppendur glaðning.  Sú sem fær flesta punkta velur fyrst af hlaðborðinu, síðan koll af kolli.

 

 061

Í fimm efstu sætunum voru:

1.  Guðlaug María Óskarsdóttir  GA- 34 punktar.

2. Ragnheiður Matthíasdóttir GSS-34 punktar.

3. Sigríður Elín Þórðardóttir GSS – 31 punktur.

4. Dóra Kristín Kristinsdóttir GHD – 31 punktur.

5. Dagrún Mjöll Ágústsdóttir GR – 30 punktar.

Nánari upplýsingar um úrslit á golf.is

 

 

Categories: Fréttir