Ólafshús 5
Ólafshúsmótaröðin heldur áfram í dag samkvæmt mótaskrá.
Veðurspáin er spá! Staðreyndin er að það er sól, logn og úrkomulaust þegar þetta er skrifað….
Opið fyrir skráningu til klukkan 18:00.
Ólafshúsmótaröðin heldur áfram í dag samkvæmt mótaskrá.
Veðurspáin er spá! Staðreyndin er að það er sól, logn og úrkomulaust þegar þetta er skrifað….
Opið fyrir skráningu til klukkan 18:00.
Sigurvegarar á Opna Icelandair.
Lengst til vinstri Árný Lilja Árnadóttir, Hákon Ingi Rafnsson, Hlynur Þór Haraldsson, Einar Ágúst Gíslason, Arnar Geir Hjartarson og Ingvi Þór Óskarsson.
Á myndina vantar Ásgeir B. Einarsson og Ingibjörgu Guðjónsdóttur. Keppnisfyrirkomulag var punktakeppni með og án forgjafar. Sami einstaklingur gat ekki unnið til verðlauna í báðum flokkum.
Úrslit í punktakeppni með forgjöf:
1. Ásgeir Björgvin Einarsson GSS – 39 punktar
2. Árný Lilja Árnadóttir GSS – 36 punktar
3. Ingibjörg Guðjónsdóttir GSS – 36 punktar
Úrslit í punktakeppni án forgjafar:
1. Arnar Geir Hjartarson GSS – 34 punktar
2. Ingvi Þór Óskarsson GSS – 32 punktar
3. Hlynur Þór Haraldsson GSS – 29 punktar.
Háður var bráðabani um þriðja sætið og sigraði Hlynur Þór með því að slá 7 cm nær holu en Elvar Ingi Hjartarson.
Hákon Ingi Rafnsson var næstur holu á 6/15 og Einar Ágúst Gíslason var næstur holu í öðru höggi á 9/18.
Icelandair er styrktaraðili mótsins og þeim þakkaður stuðingurinn.
Meistaramót barna og unglinga 16 ára og yngri
Hefst þriðjudaginn 1.júlí og lýkur föstudaginn 4.júlí.
Við ætlum hins vegar að halda því opnu að lengja mótið hugsanlega ef veðurspá gengur eftir, en það verður bara ákveðið þegar líður á vikuna. Við munum ekki spila í einhverju leiðindaveðri !
Leikinn verður höggleikur og kynjaskipting í hverjum flokki.
1.flokkur:
Spila 3x18holur. Stelpur spila á rauðum teigum og strákar á gulum.
Þessi flokkur er ætlaður fyrir elsta hópinn.
2.flokkur:
Spila 3×9 holur af rauðum teigum.
3.flokkur:
Spila 2×9 holur af gullteigum.
Foreldrar/forráðamenn labbi með í þessum flokki. Aðstoði og telji högg.
Hér verður aldrei skrifað meira en 12 högg á hverja braut.
Búið er að setja upp skráningarblað í golfskálanum og Hlynur golfkennari sér um að raða keppendum í rétta flokka. Skráning þarf helst að liggja fyrir mánudagskvöldið 30.júní.