Icelandairgolfers sunnudaginn 29. júní.

Opna Icelandairgolfers fer fram sunnudagin 29. júní.

Mótið var fært um einn dag ástæðan er Lummudagurinn á Sauðárkróki á laugardeginum. Golfarar geta því tekið þátt í lummudeginum og spilað draumahringinn á sunnudeginum.

 

Leikfyrirkomulagið verður punktakeppni með og án forgjafar.  Nándarverðlaun gjafabréf frá Icelandair að verðmæti 7.500 kr.verða veitt fyrir næst holu á 6/15 braut (tvær tilraunir) og fyrir næst holu í öðru höggi á 9/18 (tvær tilraunir).

Verðlaun í báðum flokkum þ.e. punktakeppni með og án forgjafar.

1. Gjafabréf frá Icelandair að verðmæti 20.000 kr.

2. Gjafabréf frá Icelandair að verðmæti 15.000 kr.

3.  Gjafabréf frá Icelandair að verðmæti 7.500 kr.

Spáð er fínu veðri og nú er Hlíðarendavöllur kominn í fínt form.  Þökk sé vallarstjóra og hans fólki.

Sjáumst á Hlíðarenda GSS félagar og gestir.

 

 

 

Categories: Óflokkað

Úrslit í Opna Friðriksmótinu.

 

ES myndir 013

 

 

 

 

 

 

 

Leikfyrirkomulag höggleikur með forgjöf.

1.  Andri Þór Árnason, nettó 71 högg.

2.  Rafni Ingi Rafnsson, nettó 73 högg.

3.  Magnús Gunnar Gunnarsson, nettó 73 högg.

4.  Jóhann Örn Bjarkason, nettó 73 högg.

5.  Ragnheiður Matthíasdóttir, nettó 76 högg.

Nándarverðlaun á 6/15 Magnús Gunnar Gunnarsson og Jóhann Örn Bjarkason var næstur holu í öðru höggi á 9/18.

Örninn Golfverslun og Skagfirðingabúð er þakkaður stuðningurinn.

Categories: Óflokkað

Golfmaraþon

Fimmtudaginn 26.júní ætla börn og unglingar hjá Golfklúbbi Sauðárkróks að spila golfmaraþon. Ætlunin er að ná að spila 1000 holur þennan dag og hefjast þau handa kl.8. Enginn reglulegur golfskóli verður því þennan dag en þau sem ætla að taka þátt í þessu geta mætt strax klukkan 8 og byrjað að spila. Við vonumst til að þessum áfanga verði náð klukkan 20 og þá ætlum við að fagna því á viðeigandi hátt í golfskálanum. Þessa dagana eru kylfingarnir að ganga í hús á Sauðárkróki og safna áheitum. Við vonum að bæjarbúar taki vel á móti þeim. Þeir sem vilja styrkja geta líka lagt inn á reikning 0310-26-2106 kt.570884-0349. Við viljum hvetja alla til mæta á Hlíðarendavöll og fylgjast með þessum skemmtilega leik okkar á fimmtudaginn.

Categories: Óflokkað