Demodagur á Hlíðarenda miðvikudaginn 4.júní

Þorsteinn Hallgrímsson
Þorsteinn Hallgrímsson

Demodagur á Hlíðarenda miðvikudaginn 4.júní kl. 16-19
Þorsteinn Hallgrímsson kylfusmiður og golfkennari kynnir nýjustu kylfurnar frá Titleist, Callaway, Cobra, Ping og Mizuno. Dræverar, brautartré, járn, blendingskylfur, pútterar, golfpoka og kerrur.  Þar geta kylfingar, byrjendur sem lengra komnir prófað allt það nýjasta í golfkylfum.

Við hvetjum sem flesta til að nota tækifærið og ræða við sérfræðinga í golfinu!

Stjórn GSS

Categories: Fréttir

Golfskólinn að hefjast

Golfskóli Golfklúbbs Sauðárkróks verður starfræktur í sumar og hefst hann þriðjudaginn 3.júní.

11 ára og yngri verða kl.10:00-12:00 mánudaga-föstudaga. 12 ára og eldri verða kl.10:00-15:00 mánudaga-fimmtudaga og 10:00-12:00 föstudaga. Þjálfari verður Hlynur Þór Haraldsson PGA kennari. Kynningarfundur verður mánudaginn 2.júní kl.18:00 í golfskálanum.

Allar nánari upplýsingar um golfskólann er að finna í viðhenginu hér að neðan.

Golfskólaupplýsingar 2014

Skráningu í golfskólann má senda á hjortur@fjolnet.is eða í síma 8217041.

Barna-og unglinganefnd GSS

Categories: Fréttir

Fjölskyldudagur í gær

Fjölskyldudagur var á Hlíðarendavelli í gær og mættu fjölmargir.  Þar fórum við m.a. yfir sumarstarfið sem er framundan og dreifðum upplýsingablaði. Einnig var hægt að gera kjarakaup á golfmarkaðnum.

Hér fylgja upplýsingaskjöl um golfskólann og einnig golfkennsluna sem verður boðið upp á í sumar. Endanleg dagsetning hvenær golfskólinn byrjar verður tilkynnt fljótlega en það verður í 1. viku júní mánaðar.

Golfskólaupplýsingar 2014

Golfkennsla Sumarið 2014

Categories: Fréttir