Fjölskyldudagur í gær

Fjölskyldudagur var á Hlíðarendavelli í gær og mættu fjölmargir.  Þar fórum við m.a. yfir sumarstarfið sem er framundan og dreifðum upplýsingablaði. Einnig var hægt að gera kjarakaup á golfmarkaðnum.

Hér fylgja upplýsingaskjöl um golfskólann og einnig golfkennsluna sem verður boðið upp á í sumar. Endanleg dagsetning hvenær golfskólinn byrjar verður tilkynnt fljótlega en það verður í 1. viku júní mánaðar.

Golfskólaupplýsingar 2014

Golfkennsla Sumarið 2014

Categories: Óflokkað

Hlíðarendavöllur opinn

Frá 17.maí er völlurinn opinn fyrir alla, jafnt klúbbmeðlimi sem aðra. Við viljum taka fram að völlurinn er mjög viðkvæmur og er áríðandi að gengið sé vel um hann einkum þarf að gæta þess að laga boltaför á flötum og setja torfusneppla í för á brautum. Golfkerrur eru nú leyfðar. Bendum við á að þeir sem ekki eru félagsmenn í klúbbnum geta greitt vallargjald með því að setja greiðslu í pósthólf við skálann og þar er hægt að nálgast skorkort. Þá er boltavél á æfingasvæði í gangi og hægt að kaupa token í boltavél í Hlíðarkaup.

Categories: Óflokkað

Fjölskyldudagur á golfvellinum laugardaginn 17.maí

Fjölskyldudagur verður á golfvellinum laugardaginn 17.maí n.k. kl.13-15

Kynning verður á starfinu sem golfklúbburinn býður upp á í sumar. Farið verður yfir æfingadagskrá barna og unglinga og golfskólann. Hlynur Þór Haraldsson golfkennari verður á æfingasvæðinu og  sýnir réttu handtökin.  Svo verður hægt fylgjast með nokkrum reynslumiklum kylfingum spila nokkrar golfholur.

Golfmarkaður verður í skálanum og þar verður líka heitt á könnunni og léttar veitingar.

Ef einhverjir eiga nýlegar golfvörur sem þeir vilja selja eða skipta á þá vinsamlega komið með þær milli kl:12 og 12:30. Við erum að tala bæði um golfkylfur, golffatnað og golfskó. Við erum sérstaklega að leita eftir kylfum fyrir börn og unglinga með mjúkum sköftum, ekki stálsköftum.

Við viljum líka minna á að einkakennsla og hópakennsla er hafin hjá Hlyni golfkennara.

Upplýsingar um hana er að finna á heimasíðu golfklúbbsins www.gss.is Einnig má senda fyrirspurnir á netfangið  hlynurgolf@gmail.com  eða hringja í síma 866-7565.

Categories: Óflokkað