Hlynur Þór Haraldsson ráðinn þjálfari hjá GSS

Síðasta vetrardag var gengið frá ráðningu golfþjálfara hjá GSS fyrir sumarið 2014. Hlynur Þór Haraldsson PGA þjálfari og Pétur Friðjónsson formaður GSS skrifuðu undir samning í blíðskaparveðri í klúbbhúsinu á Hlíðarenda.

Nýr þjálfari
Nýr þjálfari ráðinn

Hlynur er útskrifaður með réttindi PGA golfkennara úr norska golfkennaraskólanum,  starfaði sem yfirþjálfari hjá Sticklestad golfklúbbnum og síðustu ár sem þjálfari hjá Golfklúbbi Kópavogs og Garðabæjar. Hann mun sjá um alla þjálfun hjá klúbbnum og einnig koma að skipulagningu og uppbyggingu kennslutilhögunar til næstu ára.  Það er mikill hvalreki fyrir klúbbinn að fá Hlyn til starfans og er mikil tilhlökkun og væntingar bundnar við komu hans.

Nánari upplýsingar um Hlyn og kennslu má finna hér síðunni: http://www.gss.is/um-gss/kennsla/

Þá eru æfingar barna og unglinga hafnar og allar upplýsingar um þær er að finna hér á síðunni undir Unglingastarf

 

 

 

 

 

 

 

Categories: Fréttir

Æfingatímar í maí

Æfingartímar í maí verða eftirfarandi og við ætlum að halda okkur við sömu hópaskiptingu núna í maí eins og í vetur.

Yngri hópurinn er 11 ára og yngri og eldri hópurinn er 12 ára og eldri.

Mánudagar kl.17:00-18:30 yngri

Þriðjudagur kl.19:00-20:30 eldri

Miðvikudagur kl.17:00-19:00 opin æfing fyrir bæði yngri og eldri

Fimmtudagur kl.17:00-18:30 yngri og kl.19:00-20:30 eldri

Hlynur Þór Haraldsson verður með æfingarnar.

Categories: Fréttir

Fyrsta útiæfingin

Fyrsta útiæfing verður sunnudaginn 4.maí. Það verður „opin“ æfing milli kl. 14 og 17 fyrir alla í barna og unglingastarfinu. Hlynur verður með æfinguna og hægt verður að mæta einhvern tímann á þessum tímabili. Í framhaldinu verða settir upp fastir æfingatímar, en reglubundnar æfingar hefjast strax í næstu viku. Það þarf ekki endilega að mæta á slaginu 14, heldur þegar hverjum og einum hentar og fara þegar viðkomandi hentar. Sem sagt ekki nauðsynlegt að vera alla 3 klukkutímana 🙂

Categories: Fréttir