Sólborg Hermundardóttir tilnefnd sem Íþróttamaður Skagafjarðar

568 Comments

Sólborg Hermundardóttir var af hálfu stjórnar GSS tilnefnd sem Íþróttamaður Skagafjarðar árið 2010. Sólborg átti gott ár í golfinu, varð klúbbmeistari í kvennaflokki, auk þess sem hún var burðarás í sveit klúbbsins, sem var aðeins hársbreidd frá því að tryggja sér sæti í efstu deild á Íslandsmóti síðasta sumar. Þá fengu tvö ungmenni sérstaka viðurkenningu frá UMSS fyrir framúrskarandi árangur á síðasta ári, en það voru þau Arnar Geir Hjartarsson og Sigríður Eygló Unnarsdóttir. Úrslit í kjörinu -voru tilkynnt í gærkvöldi og var Gauti Ásbjörnsson stangarstökkvari kjörinn íþróttamaður ársins í Skagafirði 2010. Stjórn GSS óskar þeim til hamingju með viðurkenninguna.

Sigríður Eygló, Arnar Geir og Sólborg með viðurkenningarskjöl sín.

Categories: Óflokkað