Unglingar á faraldsfæti
Unglingar hjá Golfklúbbi Sauðárkróks hafa verið dugleg að taka þátt í Íslandsbankamótaröð GSÍ sem staðið hefur yfir síðan snemma í vor. Þau hafa farið á mót sem haldin hafa verið hjá GHR(Hella), GKG (Kópavogur og Garðabær), GKJ ( Mosfellsbær ), GA ( Akureyri ) og nú í dag hefst einmitt íslandsmótið í höggleik sem haldið er hjá GS ( Golfklúbbi Suðurnesja ). Frá golfklúbbnum fara að þessu sinni þau Aldís Ósk Unnarsdóttir, Arnar Geir Hjartarson og Elvar Ingi Hjartarson. Fróðlegt verður að fylgjast með hvernig þeim gengur að kljást við hið rómaða „Leirulogn“ sem fer töluvert hratt yfir þegar þetta er skrifað ásamt tilheyrandi vatnsveðri. En völlurinn er hins vegar allur hinn glæsilegasti og í frábæru standi. Áfram GSS.