Uppskeruhátíð barna og unglinga

Uppskeruhátíð barna og unglingastarfs Golfklúbbs Sauðárkróks var haldin í dag. Flott mæting var og mikil stemming. Byrjað var á því að taka létt“speed-golf“ mót áður en uppskeruhátíðin sjálf hófst.Allur hópurinn á uppskeruhátíðinni

Að því búnu var farið í golfskálann þar sem allir fengu gjöf frá KPMG og síðan voru veittar viðurkenningar fyrir starfið:
Bestu kylfingarnir voru þau Marianna Ulriksen og Elvar Ingi Hjartarson

Mestu framfarir hlutu Telma Ösp Einarsdóttir og Hákon Ingi Rafnsson

Efnilegust voru Rebekka Róbertsdóttir og Arnar Freyr Guðmundsson

Bestu ástundum fengu María Rut Gunnlaugsdóttir og Gísli Kristjánsson

Síðan voru veitt verðlaun fyrir þau sem voru til fyrirmyndar bæði innan vallar sem utan. Þau hlutu Anna Karen Hjartardóttir og Bogi Sigurbjörnsson.

Einnig voru veittar viðurkenningar fyrir einvígi ( shoot-out ) sem fór fram fyrr í ágúst en þar sigraði Reynir Bjarkan Róbertsson.

Þá voru líka veittar viðurkenningar fyrir hraðgolfmót ( speed-golf ) sem fór fram fyrir uppskeruhátiðina en þar sigraði Brynjar Guðmundsson.

Það er ástæða þakka öllum kærlega fyrir starfið í sumar. Iðkendur hafa verið til fyrirmyndar og foreldrar hafa verið dugleg að taka þátt í öllu og styðja við sitt fólk. Svo ber að þakka Jóni Þorsteini golfkennara og Telmu Ösp sérstaklega fyrir allt utanumhald í kringum golfskólann í sumar.

Að þessu loknu voru veitingar að hætti barna- og unglingastarfsins.
Myndir frá uppskeruhátíðinni er að finna á facebook síðu unglingastarfsins

 

Categories: Óflokkað