Úrslit úr KS mótinu.
Ríflega 40 kylfingar tóku þátt í KS mótinu, sem er fyrsta mót tímabilsins. Völlurinn var í góðu standi og flatirnar að koma til en hvass vestanvindur gerði mönnum lífið leitt. Sigurvegar á þessu móti, sem var með Texas scramble fyrirkomulagi voru þeir feðgar Ólafur Þorbergsson og Arnar Ólafsson. Þröstur Friðfinnsson og Atli Marteinsson urðu í öðru sæti og vallarstarfsmennirnir Guðmundur Þór og Ingvi urðu í þriðja sæti.