Vetrarstarfið á fullu á Flötinni

Vetrarstarfið á Flötinni er í fullum gangi þessa dagana.
Á þriðjudögum kl.17-18 er æfingar fyrir 10 ára og yngri
Á sunnudögum kl.16-18 er æfing fyrir 11 ára og eldri.
Á mánudagskvöldum kl.19-20 er Bakarísmótaröðin í fullum gangi.
Þetta er púttmót og spilaðar eru 27 holur. Þáttökugjald er 500,- og er verðlaun fyrir fyrsta sætið.
Sauðárkróksbakarí er styrktaraðili mótaraðarinnar. 7 efstu í hverju móti hljóta síðan stig fyrir heildarkeppnina.
Flott þáttaka hefur verið og mikil stemming.
Nánari upplýsingar er að finna á facebook síðu golfklúbbsins.
https://www.facebook.com/groups/83070688850/

Síðan er vert að minna á að hægt er að fá tíma í golfherminn á hverjum degi. Upplýsingar um það er að finna hér á síðunni.

Reglur fyrir púttkeppnina eru þessar:
Verði tveir eða fleiri jafnir í verðlaunasætum telja fyrst seinni 9, svo síðustu 6, þá síðustu 3 og að lokum síðasta holan. Verði keppendur ennþá jafnir verður varpað hlutkesti.

Verðlaun fyrir efsta sæti eru gjafabréf frá Sauðárkróksbakarí.
Heildarkeppnin:
Veitt verða stig fyrir 7 efstu sætin í hverju móti. Púttmeistari verður sá stigahæsti í lokin. 7 bestu mótin eru talin.
Stigagjöf:

1. sæti 10 stig
2. sæti 8 stig
3. sæti 6 stig
4. sæti 4 stig
5. sæti 3 stig
6. sæti 2 stig
7. sæti 1 stig

Categories: Óflokkað