Viðsnúningur í rekstri klúbbins

379 Comments

Aðalfundur Golfklúbbs Sauðárkróks var haldinn að Hlíðarenda 9. desember s.l. Um 20 félagar sóttu fundinn. Á fundinum kom fram að hagnaður af rekstri var ríflega 1,5 milljón króna, en áfram eru afborganir af lánum þungur baggi fyrir klúbbinn. Á síðasta ári voru nánast engar framkvæmdir við völlinn og tókst því að bæta fjárhaginn, en á síðasta ári var hallinn á rekstri klúbbsins um 2,6 milljónir króna. Ástæða þess halla var fyrst og fremst uppfærsla á lánum klúbbins.

Við blasir hins vegar að ráðast þarf í aðgerðir til að tryggja klúbbnum meira vatn, en þurrkasumur síðastliðin ár hafa gert það að verkum að mjög erfitt hefur verið að vökva flatir og brautir eins og nauðsynlegt er.

Á fundinum var ný stjórn kosin. Pétur Friðjónsson gaf áfram kost á sér sem formaður en aðrir í stjórn á næsta starfsári verða: Unnar Ingvarsson varaformaður, Ragnheiður Matthíasdóttir gjaldkeri, Dagbjört Rós Hermundardóttir ritari, Hjörtur Geirmundsson formaður unglinganefndar, Björn Sigurðsson formaður vallarnefndar og Bjarni Jónasson formaður mótanefndar, en hann kemur nýr inn í stjórn.

Skýrsla formanns, formanna nefnda  og reikningar klúbbsins verða birtar von bráðar hér á síðunni.

Skýrsla v aðalfundar GSS 2010

Categories: Óflokkað