Category: Óflokkað

Opna Advania – styrktarmót

Opna Advania verður haldið á Hlíðarendavelli 21. ágúst. Fyrirkomulagið er liðakeppni þar sem tveir leikmenn mynda lið og hvor spilar með sinn bolta. Betri bolti gildir á hverri holu. Stjórn GSS hefur ákveðið að mótsgjöld á Opna Advania renni til styrktar Hlyni Þór Haraldssyni og fjölskyldu hans vegna þeirra erfiðu veikinda sem hann glímir við.

Hlynur Þór er PGA golfkennari og þjálfaði hjá GSS eitt sumar fyrir nokkrum árum.  Á Króknum eignaðist hann góða vini enda er hann drengur góður.  

Nánari upplýsingar um mótið og skráning er á Golfbox.

Categories: Óflokkað

Golfskálinn opinn til 25. ágúst.

Golfskálinn verður opinn til og með 25. ágúst. Völlurinn verður opinn áfram enda hægt að stunda golf langt fram eftir hausti. Rástímabókun er á golfbox.

Aðalfundur GSS verður í nóvember. Vinsamlega hafið samband við stjórn GSS ef þið viljið gefa kost á ykkur í stjórn eða nefndir GSS golfárið 2022.

Categories: Óflokkað

Anna Karen í þriðja sæti á unglingamótaröð GSÍ

Anna Karen endaði í 3ja sæti í flokki 15-16 ára stúlkna á unglingamótaröð GSÍ sem haldin var á Jaðarsvelli á Akureyri 17. – 18. júlí. Leiknar voru 36 holur.
Í fyrsta sæti var Perla Sól Sigurbrandsdóttir frá GR á 144 höggum, í öðru sæti var Sara Kristinsdóttir GM á 162 höggum. Jafnar í 3ja sæti voru Anna Karen Hjartardóttir GSS og Berglind Erla Baldursdóttir GM á 163 höggum.

Við óskum Önnu Karen innilega til hamingju með árangurinn.

Verðlaunahafar.

Frábært veður var báða daga en mikill vindur fyrstu 13 holurnar seinni daginn gerði keppnina mjög krefjandi. Hitinn var mikill á meðan keppni stóð, 23-24 gráður.

Fleiri keppendur tóku þátt frá GSS, þau Una Karen Guðmundsdóttir og Tómas Bjarki Guðmundsson og stóðu sig vel.

Nánari upplýsingar um úrslit eru á golf.is

Categories: Óflokkað