Arnar Geir Hjartarson lék best 34 keppenda á mótinu en hann spilaði á 76 höggum og sigraði í punktakeppni án forgjafar með 32 punkta. Í punktakeppni með forgjöf urðu efstir og jafnir Hlynur Freyr Einarsson og Jónas Kristjánsson en þeir fengu 37 punkta.
Næstu helgi fer fram Friðrksmótið, sem haldið er árlega til minningar um Friðrik Jens Friðriksson héraðslækni, sem var heiðursfélagi klúbbsins. Mótið er öllum opið og skráning á www.golf.is
Samhliða lokum á fyrsta nýliðanámskeiðinu verður haldið kynningarkvöld í Golfskálanum að Hlíðarenda þar sem farið verður yfir starfsemi klúbbsins. Skráningu á golf.is og fleiri atriði sem snúa að því að byrja í golfi. Einnig verður farið yfir helstu golfreglur og farið út á völl með þá sem voru á nýliðanámskeiðinu en aðrir byrjendur og nýliðar eru einnig velkomnir.
Opna KS mótið fór fram á Hlíðarendavelli laugardaginn 8. júní og var það fyrsta opna mótið sem haldið hefur verið í sumar. Alls voru þátttakendur 40, flestir frá Golfklúbbi Sauðárkróks en einnig gestir frá Húsavík, Akureyri, Ólafsfirði og Blönduósi. Keppt var með Texas Scramble fyrirkomulagi sem þýðir að tveir eru í liði og fá að velja betri boltann eftir hvert högg. Sigurvegarar voru þeir feðgar Elvar Ingi Hjartarsson og Hjörtur Geirmundsson sem spiluðu völlinn á 63 höggum nettó eða 9 höggum undir pari vallarins. Jafnir þeim voru þeir Bergur Björnsson og Kjartan Fossberg, en þeim gekk heldur verr á seinni 9 holunum og urðu því í öðru sæti. Jóhann Örn Bjarkason og Ólafur Þorbergsson urðu í þriðja sæti. Gefandi veglegra verðlauna var Kaupfélag Skagfirðinga og eru þeim færðar bestu þakkir fyrir höfðingsskapinn.
Röð efstu para Brúttó – Nettó
Elvar Ingi Hjartarson – Hjörtur Geirmundsson 67 63
Kjartan Fossberg – Bergur Björnsson 65 63
Jóhann Bjarkason – Ólafur Þorbergsson 68 66
Magnús Gunnarsson – Þórleifur Karlsson 70 67
Benedikt Jóhannsson – Karl Sigurðsson 71 67
Ingvi Óskarsson – Arnar Geir Hjartarson 70 68