Category: Óflokkað

Íslandsmót golfklúbba 2021

Framundan eru Íslandsmót golfklúbba, sem áður voru nefnd sveitakeppnir.
Kvennalið GSS keppir í efstu deild á tveimur völlum 22.-24. júlí, Hlíðavelli hjá Golfklúbbi Mosfellsbæjar og Korpuvelli Golfklúbbs Reykjavíkur. Árný Lilja Árnadóttir er liðsstjóri og valdi liðið sem er þannig skipað: Anna Karen Hjartardóttir, Dagbjört Rós Hermundsdóttir, Hildur Heba Einarsdóttir, Sigríður Elín Þórðardóttir, Sólborg Björg Hermundsdóttir, Telma Ösp Einarsdóttir og Una Karen Guðmundsdóttir.

Kvennasveot GSS ásamt liðsstjóra. Á myndina vantar Sólborgu Björg.

Karlaliðið keppir í 2. deild og fer keppnin fram á velli Golfklúbbsins Kiðjabergs (GKB) og verður haldin dagana 26.-28.júlí. Hjörtur Geirmundsson liðsstjóri karlaliðs GSS er búinn að velja hópinn fyrir keppni karlaliðsins. Í liðinu eru: Arnar Geir Hjartarson, Atli Freyr Rafnsson, Elvar Ingi Hjartarson, Hákon Ingi Rafnsson, Hlynur Freyr Einarsson, Ingvi Þór Óskarsson og Jóhann Örn Bjarkason.

Karlalið GSS ásamt liðsstjóra.

Leikfyrirkomulag er eins hjá báðum sveitum. Fyrirkomulagið er þannig að 6 leikmenn spila í hverri umferð, fjórir tvímenningsleikir og einn fjórmenningur.

Í 1. deild kvenna fellur liðið í 8. sæti í 2. deild, en eftir riðlakeppni keppa efstu 4 liðin um Íslandsmeistaratitil golfklúbba.
Átta sveitir eru í karladeildinni sem skipt er í tvo riðla. Leikið er við allar sveitir innan riðils fyrst og síðan er krossspil á milli riðla. Eitt lið fer upp í 1. deild og eitt lið fellur í 3.deild.

Hægt verður að fylgjast með mótunum á golf.is. en auðvitað er skemmtilegast að fylgjast með á staðnum. Stjórn GSS sendir sveitunum baráttukveðjur og vonar að liðin eigi ánægjulega daga á Íslandsmótunum.

Categories: Óflokkað

Opna kvennamót GSS 2021

Árlegt kvenmamót var haldið laugardaginn 3. júlí í dásamlegu veðri á Hlíðarendavelli. Á mótinu spiluðu 44 konur víðsvegar af Norðurlandi. Glæsilegt vinningahlaðborð var í boði fyrirtækja í Skagafirði. Í fyrsta sæti var Indíana Auður Ólafsdóttir Golfklúbbi Hamars, í öðru sæti Guðlaug Óskarsdóttir Golfklúbbi Akureyrar og í þriðja sæti var Una Karen Guðmundsdóttir Golfklúbbi Skagafjarðar. Kærar þakkir til allra styrktaraðila og þátttakenda.

Vel heppnað kvennamót

Categories: Óflokkað

Vanur – óvanur

Nýliðanámskeiðinu lauk mánudaginn 5. júlí með frábæru 9 holu vanur/óvanur móti. Það voru 44 nýliðar á námskeiðinu i sumar, sem er nýtt met í sögu klúbbsins og margir af þeim eru mjög áhugasamir. Það voru 36 nýliðar sem tóku þátt í mótinu og annar eins fjöldi af vönum kylfingum sem alltaf eru tilbúnir að taka þátt og fyrir það ber að þakka. Leikfyrirkomulag var Greensome þar sem báðir kylfingar tóku upphafshögg, völdu betri boltann og slógu síðan til skiptis þar til að boltinn var kominn ofan í holuna.

Í 3ja sæti á 47 höggum voru Magnús Thorlacius og Hólmar Birgisson. Jöfn í 1-2 sæti voru Stefán Árnason og Sigríður Elín Þórðardóttir á 45 höggum ásamt þeim Friðriki Hreinssyni og Arnari Geir Hjartarsyni.

Fjölmennasta vanur-óvanur í sögu GSS

Eftir mótið var boðið upp á pitsur og franskar frá Hard wok. Frábær tilþrif sáust í mótinu, gleðin var í fyrirrúmi og bros á hverju andliti í góða veðrinu á Hlíðarendavelli

Categories: Óflokkað