Category: Óflokkað

Sveitakeppni GSÍ hafin

Sveitirnar í annari deild kvenna hófu leik klukkan 8 í morgun á Hlíðarendavelli. Sveit GSS mætti sveit Hvergerðinga, en Ólafsfirðingar og Grundfirðingar öttu einnig kappi. Úrslit urðu þau að GSS sigraði örugglega 3-0 og Grundfirðingar sigruðu Ólafsfirðinga, einnig 3-0

Kvennasveit GSS 2011

Karlaliðið, sem keppir sunnan heiða, keppti við sterkt lið Norðfirðinga í fyrstu umferð og sigraði með 2 vinningum gegn einum.

 

Úrslit í sveitakeppninni í öllum deildum má sjá á eftirfarandi síðu:

http://www.golf.is/pages/forsida1/motaskra/sveitakeppnigsi/

Categories: Óflokkað

Sveitakeppni GSÍ næstu helgi

Árný Árnadóttir og Jóhann Örn Bjarkason leiða sveitir GSS

Sveitakeppislið GSS í karla og kvennaflokki hafa verið valin. Karlarnir keppa á Þverárvelli sunnan heiða en liðið skipa:

Arnar Geir Hjartarson

Brynjar Örn Guðmundsson

Ingvi Þór Óskarsson

Jóhann Örn Bjarkason

Oddur Valsson

 

 

 

 

Kvennasveitin keppir á heimavelli en sveitina skipa:

Árný Árnadóttir

Dagbjört Hermundardóttir

Ingibjörg Guðjónsdóttir

Ragnheiður Matthíasdóttir

Sigríður Elín Þórðardóttir

Sigríður Eygló Unnarsdóttir

 

 

Categories: Óflokkað

Úrslit í Opna Vodafone

Góð þátttaka var í Opna Vodafonemótinu sem fram fór um Verslunarmannahelgina. Keppt var í karla og kvennaflokki í höggleik, en einnig voru veitt verðlaun í punktakeppni.

Sigurvegari í karlaflokki varð Einar Einarsson, en í kvennaflokki sigraði Sólborg Hermundardóttir. Hlutskapastur í punktakeppninni varð Ásmundur Baldvinsson.

Categories: Óflokkað