Category: Óflokkað

Minningabók Friðriks Jens Friðrikssonar opin fram yfir helgi

Friðrik Jens Friðriksson. Ljósmyndari Kristján C. Magnússon

Í golfskála GSS er minningarbók vegna andláts fyrsta heiðursfélaga Golfklúbbs Sauðárkróks. Hvetum við alla að koma við  í skála og skrifa nafn sitt í bókina. Hugmyndin er að einnig verði í bókinni sögur af viðureignum Friðriks við golfkúluna og bókin geymi þar með upplýsingar um þennan frumkvöðul golfíþróttarinnar á Sauðárkróki.

Categories: Óflokkað

Stór helgi framundan hjá GSS

Frá Kvennamótinu 2010.

Næstu helgi verður Kvennamót GSS haldið á laugardegi og unglingamótið Nýprent open á sunnudegi, það verður því mikið um að vera á Hlíðarendavelli þessa helgi og vonandi að veðrið verði okkur hliðholt, en geta má þess að örfáir rástímar eru lausir í kvennamótinu og hver kona því að verða síðust að skrá sig. Hvetjum við börn og unglinga að skrá sig á Nýprent open, sem er flaggskip unglingastarfsins. Full ástæða er fyrir aðra en kylfinga að líta við í kaffi að Hlíðarenda og fylgjast með því starfi sem þar fer fram.

Categories: Óflokkað

Unglingar keppa á Dalvík

Opna Intersport open barna og unglingamótið fór fram í Svarfaðardalnum á sunnudaginn og tóku 17 keppendur frá GSS þátt. Þó árangurinn væri misjafn voru þau öll til fyrirmyndar jafnt utan vallar sem innan. Bestum árangri í sínum flokki náðu þeir Ingvi Þór Óskarsson, sem varð jafn í fyrsta sæti í flokki drengja 17-18 ára, en varð í öðru sæti eftir bráðabana. Þröstur Kárasson varð í fjórða sæti, eftir bráðabana um það þriðja í flokki drengja 15-16 ára. Matthildur Kemp Guðnadóttir varð í þriðja sæti í flokki stúlkna 14 ára og yngri. Þá sigraði William Þór Eðvarðsson í flokki 12 ára og yngri og Viktor Kárason varð í öðru sæti í byrjendaflokki. Að lokum má geta þess að Pálmi Þórsson fékk nándarverðlaun, en hann var hársbreidd frá því að fara holu í höggi á mótinu. Nánari upplýsingar og myndir má sjá á bloggsíðu unglingastarfsins www.gss.blog.is

 

Categories: Óflokkað