Category: Óflokkað

Góð þátttaka á fyrsta háforgjafarmótinu

Alls tóku 14 þátt í fyrsta háforgjafarmóti sumarsins sem er góð þátttaka. Sigurvegari á þessu fyrsta móti var Jóhanna Valdimarsdóttir. Í samstarfi mótanefndar og nýliðanefndar verður án efa haldið annað mót fljótlega, sem verður auglýst hér á vefnum.

Categories: Óflokkað

Icelandair golfers mótið um helgina

Eitt stærsta mót sumarsins, Icelandair golfers mótið, verður haldið á laugardaginn. Hvetjum við alla til að skrá sig á rástíma sem fyrst því það skapar erfiðleika fyrir mótanefnd að skráning fari einungis fram daginn fyrir mót. Skráning er á golf.is

Categories: Óflokkað

Nýliðamót á þriðjudaginn

Þriðjudaginn 21 júní verður haldið nýliðamót á Hlíðarendavelli fyrir þá sem eru með 30 í forgjöf eða meira. Mótið er tilvalið fyrir þá sem eru að stíga sín fyrstu skref á vellinum, en farnar verða 9 holur. Kl 17:00 verður Richard Hughes með ókeypis golfkennslu fyrir þátttakendur, en mótið sjálft hefst klukkan 18:00. Skráning á www.golf.is

Categories: Óflokkað