Category: Óflokkað

Tiltekt og tiltektarmót

Tiltekt fór fram 30. maí og tiltektarmót í kjölfarið. Dagurinn heppnaðist vel og endaði með bráðskemmtilegu Texas Scramble þar sem þrír voru í liði. Flott verðlaun og fjöldi útdráttarverðlauna.

Categories: Óflokkað

Vel heppnað styrktarmót

Mót til styrktar kvennaliði Tindastóls var haldið föstudaginn 28. maí. Liðsmenn Tindastóls voru paraðir saman við félaga í GSS og spilaður Texas Scramble. Mótið tókst mjög vel, mikil leikgleði og jákvæðni hjá öllum.

Kvennalið Tindastóls

Categories: Óflokkað

Styrktarmót á föstudag

Á föstudaginn næsta, 28. maí mun GSS standa fyrir skemmtimóti í golfi til styrktar og stuðnings meistaraflokki kvenna í knattspyrnu sem nú spilar í fyrsta sinn í sögu Tindastóls í efstu deild.  

Allir félagsmenn eru hvattir til að taka þátt og skrá sig á Golfbox. Spilað verður í pörum, vanur/óvanur, þ.e. einn frá GSS og ein úr Tindastóli í hverju liði. Við skráningu á Golfbox er hægt að panta leikmann til að spila með. Þátttökugjald er 2.500 kr. en auk þess verður tekið á móti frjálsum framlögum í klúbbhúsi á keppnisdag hvort sem er frá þátttakendum eða velunnurum mfl. kvenna.

Við skorum á fyrirtæki í Skagafirði að styðja við stelpurnar með því að kaupa holl og fær þá hollið nafn þess fyrirtækis.  Styrktaraðilar eru beðnir að hafa samband við mótanefnd til að panta holl: Aldís (611-3499), Andri (848-4189), Hjalti (895-8619) eða Pétur (899-7716).

Ræst verður frá öllum holum kl. 18 og stefnt er á létt pylsupartý í lokin og góða samverustund.

Categories: Óflokkað