Category: Óflokkað

Skálinn opnar

Skálinn opnar 20. maí. Vörurnar eru farnar að streyma inn, m.a. golfboltar á góðu verði. Félagsmenn sem spila bókaðan hring laugardaginn 22. maí fá frían kaffibolla milli kl. 10 og 15.

Skráningarblað tiltektarmóts er í skálanum. Mögulega verður fyrirkomulagið Texas scramble með fjóra í liði sem verða valdir saman þannig að liðin verði sem jöfnust. Allt til gamans gert en samt góð verðlaun.

Fullt er orðið á nýliðanámskeið 31. maí og örfá laus pláss eru á upprifjunarnámskeið 24. maí. Dagbjört Rós skráir.

Andri ritari GSS hefur haft nóg að gera við að skrá nýja félaga í Golfbox. Nú stefnir í að fjöldametið verði slegið, þriðja árið í röð.

Nýtt skorkort mun líta dagsins ljós innan skamms. Vallarmatið hefur breyst lítillega sem og styrkleikaröð brauta. Við hvetjum samt félaga til að nota frekar Golfbox skorkortið þegar þeir spila hversdagshring á vellinum.

Við ætlum að henda gömlu borðunum í skálanum en fjölga hringlaga borðum. Það verður vonandi meira kósý.

Stefnt er á sjálfboðaliðamót í haust þar sem sjálfboðaliðar sumarsins geta tekið þátt. Til að öðlast þátttökurétt þarf félagsmaður að vinna sjálfboðaliðavinnu í júní-ágúst, t.d. taka sjoppuvakt, vera mentor, vinna á velli, vinna í nefnd eða stjórn o.s.frv.

Categories: Óflokkað

Verslunar- og þjónustustjóri

Karen Owolabi hefur verið ráðin sem verslunar- og þjónustustjóri Golfklúbbs Skagafjarðar. Hún sér um rekstur verslunar í golfskálanum á Hlíðarenda og aðstoðar félagsmenn með skráningarkerfið Golfbox o.fl. Hún starfaði á vöktum í golfskálanum í fyrra.
Karen er stúdent frá MR og hefur lokið einu ári í stjórnmálafræði og lögfræði í Quinnipiac University sem er í Connecticut í Bandaríkjunum.

Golfskálinn opnar 20. maí.

Categories: Óflokkað

Íþróttastjóri

Atli Freyr Rafnsson er nýráðinn íþróttastjóri Golfklúbbs Skagafjarðar. Hann annast þjálfun barna og unglinga ásamt því að sinna almennum félagsmönnum. Atli skipuleggur komur gestaþjálfara og starfar með þeim við þjálfun. Hann starfar náið með barna og unglinganefnd.

Atli Freyr er stúdent frá FNV og var að ljúka fyrsta ári í íþrótta og heilsufræði við Háskóla Íslands. Atli hefur starfað við þjálfun hjá GSS undanfarin ár.

Categories: Óflokkað