Tiltektarmót 30. maí
Frá vallarnefnd: Tiltektarmót
Fyrsta mót sumarsins verður haldið sunnudaginn 30. maí kl. 15:00. Mótið kallast Tiltektarmót. Það verður 9 holu mót með áherslu á leikgleði og samveru. Leikform verður líklega Fjórmenningur (slegið til skiptis).
Rétt til þátttöku hafa þeir sem taka þátt í tiltekt /vinnu fyrr um daginn. Skráning í mótið fer fram í tiltektinni. Verðlaun verða fyrir liðin í 3 efstu sætum og verða þau kynnt í tiltektinni. Þar að auki verða útdráttarverðlaun.
Tiltektin hefst klukkan 10 og stendur til klukkan 14. Gert er ráð fyrir að hver og einn vinni í 2 klst innan þessara tímamarka. Léttar veitingar verða kl 12:00.
Vallarnefndin sér okkur fyrir verkefnum en þau eru t.d.
Henda borðum. Festa upp skilti.
Laga til í kylfugeymslu.
Flytja dót frá Borgarflöt upp í golfskála eða öfugt.
Mála kylfugeymslu og skúra ef veður leyfir.
Plokkun í nágrenni golfskála og á æfingasvæði.
Taka út rusl og gömlu skápana úr kylfugeymslunni sem er á æfingarsvæðinu.
Þórður Karl mun sjá um verkstjórn fyrir hönd vallarnefndar.
ALLIR félagsmenn GSS eru velkomnir!
Nóg er að mæta á staðinn en gott væri að hafa hugmynd um þátttöku.
Vinsamlega skráið þátttöku á skráningarblað í golfskála (sem opnar 20. maí).