Opið á 1 – 8
Vallarstjóri hefur opnað inn á sumarflatir á fyrstu 8 brautunum. Braut 9 er lokuð, en í staðinn má slá af gula teignum á 9. niður á 5. flöt (passa bara umferð á fimmtu braut). Varateigar (vetrarteigar) eru á nokkrum brautum. Kerrur er leyfðar.
Gangið vel um völlinn, færið bolta af blautum svæðum, lagið kylfuför á brautum og boltaför á flötum. Enginn ætti að spila á vellinum nema hafa flatargaffal í pokanum/vasanum til að laga boltaför. Góð regla er að laga eigið boltafar, finna annað boltafar og gera við það líka.