Category: Óflokkað
Takmarkanir til 12. jan
Í reglugerð um sóttvarnir, sem gildir til 12. janúar 2021, er kveðið á um takmarkanir á íþróttaiðkun. Sjá https://www.golf.is/reglur-vardandi-ithrottastarf-sem-taka-gildi-thann-10-desember-2020/
Reglurnar hafa þau áhrif á golfiðkun GSS félaga að æfingar utandyra eru heimilar. Æfingar innandyra eru óheimilar. Undanþágur frá þessu eru 1) Íþróttaæfingar barna 2) æfingar í efstu deild 3) æfingar afreksfólks. Upplýsingar um æfingar barna og unglinga veitir Sylvía Dögg Gunnarsdóttir, formaður barna- og unglinganefndar. Samkvæmt ofangreindu má kvennasveit GSS æfa innandyra.
Mót framundan og skáli
Keppendur á mótum GSS eru beðnir að lágmarka viðveru í skála. Skálinn verður opinn á mótum þar til keppendur hefja leik.
Viðbótarstaðarreglur vegna Covid eru eins og fram kemur í reglum GSÍ frá 14. ágúst.
Boltavél á æfingasvæði verður lokuð frá og með 23. ágúst.