Category: Óflokkað

Úrslit GSS í íslandsmótum golfklúbba um síðustu helgi

Íslandsmót golfklúbba í flokki fullorðinna fór fram um síðustu helgi í öllum deildum á landinu.

Sveitir Golfklúbbs Sauðárkróks stóðu sig mjög vel í sínum deildum.

Kvennasveit GSS lék í 2.deild á Bárarvelli við Grundarfjörð hjá Golfklúbbnum Vestarr og gerðu sér lítið fyrir og urðu í 2.sæti í deildinni og leika því í efstu deild á næsta ári. Sannarlega glæsilegur árangur.

Karlasveit GSS lék í 3.deild á Kálfatjarnarvelli á Vatnsleysuströnd hjá Golfklúbbi Vatnsleysustrandar. Sveitin endaði í 5.sæti og leikur því að ári áfram í 3.deild.

Hægt er að skoða úrslit í öllum leikjum á www.golf.is

 

Categories: Óflokkað

Styrktarmót fyrir Arnar Geir 14.ágúst n.k.

Golfklúbburinn ætlar að halda styrktarmót fyrir Arnar Geir Hjartarson sem fer aftur til Bandaríkjanna í háskólanám í Missouri Valley College á skólastyrk vegna golfiðkunar um miðjan ágúst. Sláum upp léttu móti þar sem við spilum 9 holur og síðan verða kaffi og kökur í boði fjölskyldunnar að loknu móti. Við ætlum að ræsa út af öllum teigum samtímis kl.17:15 og gott væri að allir myndu vera mættir kl.17:00 til að hægt væri að raða hollum á teiga. Óvænt verðlaun í boði.

Hver veit nema Arnar Geir verði úti á velli og taki högg á einhverjum brautum fyrir þátttakendur!

Mótsgjaldið er 2.000,- eða frjálst eftir því sem hver og einn vill. Vonumst til að sjá sem allra flesta og eiga saman notalega stund í mótslok.

Allir velkomnir í kaffi eftir mót óháð því hvort þeir taka þátt í mótinu eða ekki.

Skráning er á www.golf.is

Categories: Óflokkað

Íslandsmót golfklúbba – GSS hefur valið sínar sveitir

Íslandsmót golfklúbba verður haldið dagana 11.-13. ágúst n.k.

Að venju sendir Golfklúbbbur Sauðárkróks sveitir til leiks bæði í kvenna- og karlaflokki.

Kvennasveitin leikur í 2.deild sem verður spiluð á Bárarvelli hjá Golfklúbbnum Vestarr í Grundarfirði.

Karlarnir leika í 3.deild sem verður spiluð á Kálfatjarnarvelli hjá Golfklúbbi Vatnsleysustrandar við Voga.

Sveitirnar eru þannig skipaðar:

Kvennasveitin:

Árný Lilja Árnadóttir

Hildur Heba Einarsdóttir

Sigríður Elín Þórðardóttir

Telma Ösp Einarsdóttir

Liðsstjóri : Árný Lilja Árnadóttir

 

Karlasveitin:

Arnar Geir Hjartarson

Atli Freyr Rafnsson

Elvar Ingi Hjartarson

Ingvi Þór Óskarsson

Jóhann Örn Bjarkason

Liðsstjóri: Jóhann Örn Bjarkason

 

Hægt verður að fylgjast með framvindu í báðum keppnum á www.golf.is

 

Categories: Óflokkað