Category: Óflokkað

Opna KS mótið um helgina

Opna KS mótið verður laugardaginn 3.júní n.k.

Leikfyrirkomulagið er Texas scramble

Allir ræstir út klukkan 10:00. Keppendur eru beðnir um að mæta í golfskálann eigi síðar er 9:30. en þá verður m.a. dregið um á hvaða braut liðin hefja leik.

Leikfyrirkomulag er Texas scramble. Leikforgjöf er fundin með að leggja saman leikforgjöf liðsfélaga og deila með 5. en leikforgjöf liðs getur aldrei orðið hærri en leikforgjöf forgjafarlægri kylfings.

Verði tvö eða fleiri lið jöfn eftir 18 holur ræður besta skor á síðustu níu holum (10.-18. braut).  Ef enn er jafnt ræður besta skor á síðustu sex brautum (13.-18. braut), ef enn er jafnt ræður besta skor á þremur síðustu brautum (16.-18.braut).  Ef enn er jafnt ræður hlutkesti.

Skráning á skortkort:  Lið sem byrjar á 9. braut spilar næst 10, síðan 11. braut og síðan koll af kolli og endar hringinn á 8. braut.

Hámarksforgjöf karla er 24 og kvenna 28.

Veitt verða verðlaun fyrir fimm efstu sætin auk nándarverðlauna.

Mótsstjórn:  Andri Þór Árnason og Gunnar Sandholt sími 8975487.

Skráning á golf.is og í golfskála í síma 453-5075

Categories: Óflokkað

Vetrarstarfið á fullu á Flötinni

Vetrarstarfið á Flötinni er í fullum gangi þessa dagana.
Á þriðjudögum kl.17-18 er æfingar fyrir 10 ára og yngri
Á sunnudögum kl.16-18 er æfing fyrir 11 ára og eldri.
Á mánudagskvöldum kl.19-20 er Bakarísmótaröðin í fullum gangi.
Þetta er púttmót og spilaðar eru 27 holur. Þáttökugjald er 500,- og er verðlaun fyrir fyrsta sætið.
Sauðárkróksbakarí er styrktaraðili mótaraðarinnar. 7 efstu í hverju móti hljóta síðan stig fyrir heildarkeppnina.
Flott þáttaka hefur verið og mikil stemming.
Nánari upplýsingar er að finna á facebook síðu golfklúbbsins.
https://www.facebook.com/groups/83070688850/

Síðan er vert að minna á að hægt er að fá tíma í golfherminn á hverjum degi. Upplýsingar um það er að finna hér á síðunni.

Reglur fyrir púttkeppnina eru þessar:
Verði tveir eða fleiri jafnir í verðlaunasætum telja fyrst seinni 9, svo síðustu 6, þá síðustu 3 og að lokum síðasta holan. Verði keppendur ennþá jafnir verður varpað hlutkesti.

Verðlaun fyrir efsta sæti eru gjafabréf frá Sauðárkróksbakarí.
Heildarkeppnin:
Veitt verða stig fyrir 7 efstu sætin í hverju móti. Púttmeistari verður sá stigahæsti í lokin. 7 bestu mótin eru talin.
Stigagjöf:

1. sæti 10 stig
2. sæti 8 stig
3. sæti 6 stig
4. sæti 4 stig
5. sæti 3 stig
6. sæti 2 stig
7. sæti 1 stig

Categories: Óflokkað

Aðalfundur GSS þriðjudaginn 29.nóvember

Aðalfundur Golfklúbbs Sauðárkróks verður haldinn í golfskálanum að Hlíðarenda, þriðjudaginn 29. nóvember 2016, kl. 19:30.

Dagskrá fundarins er eftirfarandi:
1. Skýrsla stjórnar og nefnda
2. Endurskoðaðir reikningar lagðir fram.
3. Lagabreytingar.
4. Kosning stjórnar og varamanna.
5. Kosning í aðrar nefndir samanber 9.grein.
6. Kosnir tveir skoðunarmenn reikninga og tveir til vara.
7. Kosning fulltrúa á Golfþing G.S.Í og þing U.M.S.S.
8. Ákvörðun inntökugjalds
9. Ákvörðun félagsgjalda
10. Önnur mál.

Við vonumst til að sem flestir sjái sér fært að mæta.
Stjórn GSS

Categories: Óflokkað