Category: Óflokkað

2. móti í Norðurlandsmótaröð barna og unglinga lokið

Það var flottur hópur frá Golfklúbbi Sauðárkróks sem tók þátt í 2. móti Norðurlandsmótaraðarinnar á Arnarholtsvelli í Svarfaðadal – Golfklúbburinn Hamar Dalvík – sem fram fór sunnudaginn 5.júlí.CIMG6380

Keppendur frá GSS voru þessir: Í byrjendaflokki kepptu Brynjar Már Guðmundsson, Gísli Kristjánsson, Rebekka Helena B. Róbertsdóttir, Tómas Bjarki Guðmundsson og Una Karen Guðmundsdóttir. Í flokki 12 ára og yngri kepptu Anna Karen Hjartardóttir, Bogi Sigurbjörnsson og Reynir Bjarkan B. Róbertsson. Í flokki 14 ára og yngri kepptu Arnar Freyr Guðmundsson, Hákon Ingi Rafnsson, Hildur Heba Einardóttir og Marianna Ulriksen. Í flokki 15-16 ára keppti Telma Ösp Einarsdóttir og í flokki 17-21 árs kepptu Arnar Geir Hjartarson og Elvar Ingi Hjartarson.

Öll úrslit er að finna á www.golf.is en keppendur frá GSS hrepptu fullt af verðlaunum og öll stóðu þau sig stórvel. Mótið er kynjaskipt að venju. Í byrjendaflokki sigraði Rebekka og Una Karen varð í 2. sæti. Þá varð Tómas í 2. sæti í byrjendaflokki einnig. Í flokki 12 ára og yngri sigraði Anna Karen og Reynir Bjarkan varð í 2.sæti einnig í sama flokki. Í flokki 14 ára og yngri sigraði Hildur Heba og Marianna varð í 3.sæti. Þá varð Hákon Ingi í 3.sæti í sama flokki. Þá fengu Gísli Kristjánsson og Hildur Heba Einarsdóttir nándarverðlaun.

Mótaröðin er fjögur mót. Það fyrsta var á Sauðárkróki, síðan þetta mót á Dalvík og næsta mót er síðan á Ólafsfirði 26.júlí.Lokamótið verður síðan í september á Akureyri þar sem Norðurlandsmeistarar í hverjum flokki verða krýndir. Stöðuna í stigakeppninni má finna á heimasíðu mótaraðarinna nordurgolf.blog.is. Þá er einnig að finna nokkrar myndir inni á facebook síðunni „Golfmyndir GSS“. Þá er fjölmargar myndir að finna á facebook síðu Goflklúbbsins Hamars á Dalvík. https://www.facebook.com/groups/golfklubburinn.hamar/

Categories: Óflokkað

Opinn fræðslufundur í golfskálanum þriðjudaginn 30.júní kl.20:00

Almennur félagsfundur um golf með Jóni Þorsteini Hjartarsyni golfkennara verður haldinn í golfskálanum að Hlíðarenda þriðjudaginn 30 júní kl 20:00 Farið verður yfir þá krafta sem til staðar eru í golfsveiflunni og púttum og hvernig nýta má þá sem best .
Almennar umræður og fyrirspurnir á eftir . Fróðlegar upplýsingar fyrir þá sem hafa áhuga á golfleiknum

Endilega látið þetta berast og takið með ykkur gesti

Categories: Óflokkað

Úrslit í Nýprent Open

Nýprent Open barna og unglingagolfmótið var haldið á Hlíðarendavelli á Sauðárkróki laugardaginn 27.júní í blíðskaparveðri. Yfir 40 þáttakendur kepptu í fjölmörgum flokkum. Mótið er hluti af Norðurlandsmótaröð barna og unglinga og það fyrsta í röðinni þetta sumarið.  Fjölmargar myndir frá mótinu eru að finna á Facebook síðunni „Golfmyndir GSS“

Úrslitin urðu sem hér segir:

12 ára og yngri stelpur
1. Anna Karen Hjartardóttir GSS 66
2. Sara Sigurbjörnsdóttir 74
12 ára og yngri strákar
1. Óskar Páll Valsson GA 55
2. Bogi Sigurbjörnsson GSS 73
3. Reynir Bjarkan B. Róbertsson GSS 74
Flestir punktar á 9 holum
Óskar Páll Valsson GA 18 pkt
Anna Karen Hjartardóttir GSS 11 pkt
14 ára og yngri stelpur
1. Hildur Heba Einarsdóttir GSS 108
2. Maríanna Ulriksen GSS 112
3. Tinna Klemenzdóttir GA 126
14 ára og yngri strákar
1. Hákon Ingi Rafnsson GSS 79
2. Gunnar Aðalgeir Arason GA 84
3. Brimar Jörvi Guðmundsson GA 92
15-16 ára stúlkur
1.Guðrún Fema Sigurbjörnsdóttir 100
2. Telma Ösp Einarsdóttir GSS 100
15-16 ára strákar
1. Þorgeir Örn Sigurbjörnsson 89
17-21 árs stúlkur
1. Birta Dís Jónsdóttir GHD 80
2. Jónína Björg Guðmundsdóttir GHD 82
17-21 árs piltar
1. Elvar Ingi Hjartarson GSS 75
2. Ævarr Freyr Birgisson GA 79
3. Eyþór Hrafnar Ketilsson GA 79
Allir þáttakendur í byrjendaflokki sem voru 10 talsins
fengu síðan viðurkenningar fyrir sína þáttöku í mótinu.
Nýprent meistarar – fæst högg á 18 holum:
Elvar Ingi Hjartarson GSS 75
Birta Dís Jónsdóttir GHD 80
Flestir punktar á 18 holum
1. Guðrún Fema Sigurbjörnsdóttir 44 pkt
2. Elvar Ingi Hjartarson GSS 42 pkt
3. Hákon Ingi Rafnsson GSS 41 pkt
4. Brimar Jörvi Guðmundsson GA 41 pkt
5. Telma Ösp Einarsdóttir GSS 41 pkt
Næst holu á 6.braut
Byrjendur: Maron Björgvinsson GHD 9,43m
12 ára og yngri: Óskar Páll Valsson GA 6,76m
14 ára og yngri: Hákon Ingi Rafnsson GSS 7,43m
15-16 ára: Telma Ösp Einarsdóttir GSS 16,98m
17-18 ára: Kristófer Skúli Auðunsson GÓS 2,93m

Categories: Óflokkað