Category: Óflokkað

Lokamót Ólafshússmótaraðarinnar til styrktar Ljósinu til minngar um Ingvar Gunnar Guðnason.

Lokamót Ólafshússmótaraðarinnar verður tileinkað fyrrum félaga okkar Ingvari Gunnari Guðnasyni sem féll frá í júlí sl. Andvirði þátttökugjalds og frjáls framlög félaga renna til Ljóssins í nafni Golfklúbbs Sauðárkróks.  Áætluð mótslok eru um klukkan 21:30 en þá verða veitt verðlaun fyrir besta árangurinn á mótaröðinni og fyrir lægsta skor í leiknum um bestu holu.  Þeir félagar sem ekki taka þátt í lokamótinu eru hvattir til að vera við verðlaunaafhendinguna og leggja málefninu lið með frjálsu framlagi.  

Veitingar í mótslok og eru GSS félagar beðnir um að koma með brauðrétt, köku eða bara það sem hentar hverjum og einum. 

 

Categories: Óflokkað

Námskeið í stuttu spili

Lærðu að slá hátt högg, lágt högg og högg úr glompu. Ef þetta eru högg sem þú, kylfingur góður, átt í erfiðleikum með, skráðu þig á námskeið í stutta spilinu.

Hvenær: Þriðjudagurinn 19. ágúst
Hvar: á púttflötinni við golfskálann
Klukkan: 19:00 – 20:00
Verð: 2500 kr per pers
Hámark: 6
Lágmark: 4
Skráning: tilkynna þáttöku á hlynurgolf@gmail.com

Golfkveðja
Hlynur Þór

Categories: Óflokkað

Karlasveit GSS sigurvegarar í 4.deild

IMG_1055Golfklúbbur Sauðárkróks spilaði í 4.deild karla á Kálfatjarnarvelli á Vatnsleysuströnd s.l. helgi.

Sveitina skipuðu þeir Arnar Geir Hjartarson, Brynjar Örn Guðmundsson, Elvar Ingi Hjartarson, Hlynur Freyr Einarsson, Ingvi Þór Óskarsson og Jóhann Örn Bjarkason.

Fyrsti leikur á föstudeginum var gegn Þorlákshöfn. Elvar Ingvi og Ingvi Þór spiluðu fjörmenning og sigruðu 7/6. Arnar Geir og Jóhann Örn spiluðu tvímenning og unnu báðir sína leiki 4/3. Seinni leikur föstudagsins var gegn heimamönnum á Vatnsleysuströnd. Elvar Ingi og Ingvi Þór spiluðu fjörmenning og töpuðu 2/0. Arnar Geir og Jóhann Örn spiluðu tvímenning. Arnar Geir sigraði 4/3 en Jóhann Örn tapaði 1/0.

Fyrri leikurinn á laugardaginn var gegn Mostra frá Stykkishólmi. Elvar Ingi og Brynjar Örn spiluðu fjórmenning og sigruðu 6/5. Arnar Geir og Jóhann Örn spiluðu tvímenning og þar sigraði Arnar Geir í sínum leik 8/7 og Jóhann Örn sigraði í sínum leik 4/2. Seinni leikurinn á laugardaginn var því gegn Golfklúbbi Bakkakots sem sigraði í A-riðli. Þetta var því úrslitaleikur um hvort þessara liða myndi leika í 3.deild að ári. Hörkuviðureignir voru í öllum þessum leikjum og mjög gott golf var leikið af öllum kylfingum í báðum klúbbum. Það fór hins vegar þannig að GSS sigraði í öllum leikjunum. Elvar Ingvi og Ingvi Þór spiluðu fjörmenning og sigruðu 2/1. Arnar Geir og Jóhann Örn spiluðu tvímenning og þar sigraði Arnar Geir 2/1 og Jóhann Örn sigraði 3/2. Þar með var sæti í 3.deild tryggt að ári.

Síðasti leikurinn var því á sunnudeginum þar sem spilað var um 1. og 2. sætið í deildinni. Þar spilaði GSS aftur við heimameinn í GVS. Þar snérist dæmið við frá föstudeginum og GSS hafði sigur í öllum leikjunum nokkuð örugglega. Jóhann Örn og Hlynur Freyr spiluðu fjórmenning og sigruðu 2/1. Brynjar Örn og Ingvi Þór spiluðu tvímenning og þar sigraði Brynjar Örn sinn leik 7/5 og Ingvi Þór sigraði 4/2.

Golfklúbbur Sauðárkróks sigraði því í 4.deild og leikur í 3.deild á næsta ári. Flottur árangur hjá strákunum það.

 

Úrslit í öllum leikjum 4.deildar má finna hér:

https://docs.google.com/spreadsheet/pub?key=0AuRwXcZkTCnDdHZKZzE0UHJqZFdoNFZMcXY2SUtHX1E&gid=9

Categories: Óflokkað