Category: Óflokkað

Dagskrá vikunnar á Flötinni

Dagskáin á Flötinni þessa vikuna verður svona:

Þriðjudaginn 4.febrúar kl.17:00-19:00 – Opið hús fyrir alla að koma að pútta, vippa og slá í net.

Fimmtudagur 6.febrúar kl.17:30-18:30 – Golfæfing 11 ára og yngri

Fimmtudagur 6.febrúar kl.20:00 – Púttmót

Sunnudagur 9.febrúar kl.17:00-19:00 – Golfæfing 12 ára og eldri.

Golfhermirinn er síðan opinn alla daga að venju – upplýsingar um tímapantanir er að finna hér á síðunni.

Úrslit í síðustu púttmótum voru þessi:

23.janúar

1. Hjörtur Geirmundsson 53 högg

2. Arnar Geir Hjartarson 55 högg

3. Ingvi Þór Óskarsson 57 högg

 

30.janúar

1. Ingvi Þór Óskarsson 57 högg

2. Arnar Geir Hjartarson 58 högg

3. Sigríður Elín Þórðardóttir 62 högg.

 

Categories: Óflokkað

Æfingar barna og unglinga að hefjast

Æfingar í inniaðstöðunni okkar á Flötinni verða sem hér segir í vetur.

11 ára og yngri verða á fimmtudögum kl.17:30-18:30. – Fyrsta æfing 30.janúar.

12 ára og eldri verða á sunnudögum kl.17:00-19:00. Fyrsta æfing 2. febrúar.

Það verða vipp og púttæfingar ásamt því að slegið verður í net.

Þá verðum við oftast með aðgang að golfherminum á þessum tímum.

Við munum einnig notast við SNAG æfingasett fyrir yngstu iðkendurna og byrjendur.

Við vonumst til að sjá sem allra flesta.

Leiðbeinendur á þessum æfingum verða Hjörtur, Árný og Arnar Geir.

Þá verður Flötin einnig opin alla þriðjudaga kl.17:00 – 19:00 fyrir kylfinga á öllum aldri til að pútta og slá í net.

Við minnum svo einnig á golfherminn en upplýsingar um tímapantanir er að finna hér á síðunni.

 

Categories: Óflokkað

Púttmót í kvöld 23.janúar á Flötinni, ekki alveg sjónvarpslaust….

Púttmót verður í kvöld á Flötinni – Borgarflöt 2 og hefst það kl.20:00.

Púttaðar verða 36 holur að venju.

Flott mæting var fyrir viku og viljum við hvetja alla að mæta í kvöld.

Úrslitin fyrir viku voru þessi:

1. Arnar Geir Hjartarson 51 högg

2. Ingvi Þór Óskarsson 55 högg

3. Hjörtur Geirmundsson 63 högg.

Að þessu sinni verður kvöldið ekki sjónvarpslaust þar sem Stefán Pedersen færði klúbbnum að gjöf á aðalfundi klúbbsins nú í janúar seinni hluta af upptökum sem hann átti frá bændaglímum. Að þessu sinni voru það tveir diskar sem spanna yfir bændaglímur eftir árið 1990. Þessar upptökur verða í gangi í kvöld og er upplagt að kíkja á þær þegar búið er að pútta.

Categories: Óflokkað