Púttmót í kvöld 16.janúar á „Flötinni“
Púttmót verður í kvöld á Flötinni – Borgarflöt 2 og hefst það kl.20:00.
Púttaðar verða 36 holur að venju.
Flott mæting var fyrir viku og viljum við hvetja alla að mæta í kvöld.
Úrslitin fyrir viku voru þessi:
1. Hjörtur Geirmundsson 60 högg
2-3. Ásgeir Einarsson 64 högg
2-3. Ingvi Þór Óskarsson 64 högg.
Stefán Pedersen færði klúbbnum að gjöf á aðalfundi klúbbsins nú í janúar seinni hluta af upptökum sem hann átti frá bændaglímum. Að þessu sinni voru það tveir diskar sem spanna yfir bændaglímur eftir árið 1990. Þessar upptökur verða í gangi í kvöld og er upplagt að kíkja á þær þegar búið er að pútta.
Nefndin.