Category: Óflokkað

Úrslit í opna Advania mótinu

Flestir keppendur ásamt verðlaunahöfum í opna Advania mótinu

Opna Advania mótið í golfi var haldið á Hlíðarendavelli laugardaginn 7. september. Mótið var með Texas scramble fyrirkomulagi þar sem tveir eru saman í liði. Forgjöf beggja er lögð saman og síðan er deilt með 5.   15 lið voru skráð til leiks eða samtals 30 kylfingar.  Völlurinn var í frábæru standi og hefur sjaldan litið betur út en sterkur sunnanvindur þvældist aðeins fyrir keppendum. Veitt voru verðlaun fyrir 5 eftstu sætin og einnig voru veitt aukaverðlaun. En úrslitin urðu sem hér segir :

1. Ingvar Gunnar Guðnason og Magnús Gunnar Gunnarson GSS 66 högg nettó

2. Elvar Ingi Hjartarson og Hjörtur Geirmundsson GSS 70 högg nettó

3. Þröstur Friðfinnson og Atli Freyr Marteinsson GSS 71 högg nettó

4. Guðmundur Árnason og Ólöf Hartmannsdóttir GSS 72 högg nettó

5. Björn Sigurðsson og Dagbjört Hermundsdóttir GSS 72 högg nettó

Aukaverðlaun:

Lengsta upphafshögg á 9/18 braut – Hákon Ingi Rafnsson GSS

Næstur holu á 6/15braut Elvar Ingi Hjartarson GSS 1,66m.

 

Categories: Óflokkað

Uppskeruhátíð

Uppskeruhátíð fyrir golfskólann og barna og unglingastarfið almennt verður n.k. mánudag 9.september í golfskálanum og hefst kl.17:30.  Hafið með ykkur pútter, það verður smá púttmót. Allir iðkendur fá gjöf og einnig verða veittar viðurkenningar. Og að sjálfsögðu verða einnig veitingar í lokin. Við vonumst til að sjá alla sem hafa verið í starfinu í sumar. Endilega látið þetta berast.

Categories: Óflokkað

Advania mótið laugardaginn 7.september

Opna Advania mótið verður laugardaginn 7.september n.k.

Leikið verður með Texas scramble fyrirkomulagi.  Hámarksforgjöf karla er 24 og kvenna 28.  Leikforgjöf er fundin með því að leggja saman forgjöf pars og deila með 5.

Verðlaun verða veitt fyrir:

Fimm efstu sætin.

Nándarverðlaun á 6/15 braut fyrir næst holu á flöt. 

Fyrir lengsta teighögg á 9/18 braut á snöggslegnu svæði.

Ræst verður út á öllum teigum klukkan 10:00.  Keppendur þurfa að vera mættir í skála klukkan 9:45.

Skráning á golf.is og í síma 8946010.

Mótsgjald er 6000 fyrir parið.

 

Categories: Óflokkað