Category: Óflokkað

Tvö mót á Sauðárkróki um helgina

Á Hlíðarendavelli á Sauðárkróki fara fram tvö mót um helgina. Á laugardag er Opna Steinullarmótið og á sunnudag verður íslenska útgáfan af The Open leikin en mótið fer þannig fram að keppendur draga nafn eins kylfings sem er í toppbaráttunni í Opna breska meistaramótinu og gildir sameiginlegt skor.

Hlíðarendavöllur er í góðu standi og er ástand vallarins mun betra en á völlunum á Eyjafjarðarsvæðinu. Það er því tilvalið fyrir kylfinga að skella sér á Krókinn í golf.

Categories: Óflokkað

Úrslit í meistaramóti GSS

Meistaramót GSS var haldið dagana 10.-13. júlí s.l.  Alls tóku 32 keppendur þátt og var keppt í 6 flokkum. Eftir 72 holur voru Oddur Valsson og Jóhann Örn Bjarkason jafnir á 320 höggum og þurfti bráðabana til að knýja fram úrslit.  Oddur vann eftir fyrstu holu með pari á meðan Jóhann Örn spilaði á skolla.  Árný Lilja Árnadóttir vann öruggan sigur í meistaraflokki kvenna, spilaði hringina fjóra á 339 höggum og var Sigríður Elín Þórðardóttir í öðru sæti á 356 höggum.  Úrslit voru eftirfarandi:

Meistaraflokkur karla: 

1.  Oddur Valsson 320 högg

2.  Jóhann Örn Bjarkjason 320 högg

3.  Arnar Geir Hjartarson 329 högg

Meistaraflokkur kvenna:

1. Árný Lilja Árnadóttir 339 högg

2. Sigríður Elín Þórðardóttir 356 högg

3. Matthildur Guðnadóttit 363 högg

1. flokkur karla:

1. Atli Freyr Rafnsson 352 högg

2. Magnús Gunnar Gunnarsson 353 högg

3. Rafn Ingi Rafnsson 355 högg

2. flokkur karla:

1. Gunnar Þór Gestsson 368 högg

2. Sævar Steingrímsson 380 högg

3. Unnar Rafnsson 397 högg

3. flokkur karla:

1. Hákon Ingi Rafnsson 403 högg

2. Guðni Kristjánsson 409 högg

3. Sveinn Allan Morthens

Byrjendaflokkur kvenna  spiluðu 3 x 9 holur.

1. Kristbjörg Kemp 185 högg

2. Nína Þóra Rafnsdóttir 194 högg

3. Hafdís Skarphéðinsdóttir 202 högg

Hægt er að skoða myndir frá verðlaunaafhendingu á facebook síðu sem heitir “Golfmyndir GSS“

 

 

Categories: Óflokkað

Þakkir til kleinusala

Margir lögðu hönd á plóg við kleinusölu til styrktar unglingastarfi GSS nú á sunnudaginn. Margir foreldrar eyddu morgninum í að  fletja út, búa til kleinur og steikja. Bestu þakkir til þeirra allra sem og  til allra ungu golfarana sem þeystu út um allan bæ og seldu kleinur með dyggri aðstoð bílstjóra og aðstoðarfólks.

Enn er dálítið af kleinum eftir og hægt er að setja sig í samband við Hjört Geirmundsson eða tala við afgreiðslufólk í golfskálanum.

Categories: Óflokkað