Author: Stjórn GSS

Styrktarmót á föstudag

Á föstudaginn næsta, 28. maí mun GSS standa fyrir skemmtimóti í golfi til styrktar og stuðnings meistaraflokki kvenna í knattspyrnu sem nú spilar í fyrsta sinn í sögu Tindastóls í efstu deild.  

Allir félagsmenn eru hvattir til að taka þátt og skrá sig á Golfbox. Spilað verður í pörum, vanur/óvanur, þ.e. einn frá GSS og ein úr Tindastóli í hverju liði. Við skráningu á Golfbox er hægt að panta leikmann til að spila með. Þátttökugjald er 2.500 kr. en auk þess verður tekið á móti frjálsum framlögum í klúbbhúsi á keppnisdag hvort sem er frá þátttakendum eða velunnurum mfl. kvenna.

Við skorum á fyrirtæki í Skagafirði að styðja við stelpurnar með því að kaupa holl og fær þá hollið nafn þess fyrirtækis.  Styrktaraðilar eru beðnir að hafa samband við mótanefnd til að panta holl: Aldís (611-3499), Andri (848-4189), Hjalti (895-8619) eða Pétur (899-7716).

Ræst verður frá öllum holum kl. 18 og stefnt er á létt pylsupartý í lokin og góða samverustund.

Categories: Óflokkað

Skálinn opnar

Skálinn opnar 20. maí. Vörurnar eru farnar að streyma inn, m.a. golfboltar á góðu verði. Félagsmenn sem spila bókaðan hring laugardaginn 22. maí fá frían kaffibolla milli kl. 10 og 15.

Skráningarblað tiltektarmóts er í skálanum. Mögulega verður fyrirkomulagið Texas scramble með fjóra í liði sem verða valdir saman þannig að liðin verði sem jöfnust. Allt til gamans gert en samt góð verðlaun.

Fullt er orðið á nýliðanámskeið 31. maí og örfá laus pláss eru á upprifjunarnámskeið 24. maí. Dagbjört Rós skráir.

Andri ritari GSS hefur haft nóg að gera við að skrá nýja félaga í Golfbox. Nú stefnir í að fjöldametið verði slegið, þriðja árið í röð.

Nýtt skorkort mun líta dagsins ljós innan skamms. Vallarmatið hefur breyst lítillega sem og styrkleikaröð brauta. Við hvetjum samt félaga til að nota frekar Golfbox skorkortið þegar þeir spila hversdagshring á vellinum.

Við ætlum að henda gömlu borðunum í skálanum en fjölga hringlaga borðum. Það verður vonandi meira kósý.

Stefnt er á sjálfboðaliðamót í haust þar sem sjálfboðaliðar sumarsins geta tekið þátt. Til að öðlast þátttökurétt þarf félagsmaður að vinna sjálfboðaliðavinnu í júní-ágúst, t.d. taka sjoppuvakt, vera mentor, vinna á velli, vinna í nefnd eða stjórn o.s.frv.

Categories: Óflokkað

Verslunar- og þjónustustjóri

Karen Owolabi hefur verið ráðin sem verslunar- og þjónustustjóri Golfklúbbs Skagafjarðar. Hún sér um rekstur verslunar í golfskálanum á Hlíðarenda og aðstoðar félagsmenn með skráningarkerfið Golfbox o.fl. Hún starfaði á vöktum í golfskálanum í fyrra.
Karen er stúdent frá MR og hefur lokið einu ári í stjórnmálafræði og lögfræði í Quinnipiac University sem er í Connecticut í Bandaríkjunum.

Golfskálinn opnar 20. maí.

Categories: Óflokkað