Author: Stjórn GSS

GSS 50 ára

Til hamingju með afmælið kæru félagsmenn Golfklúbbs Skagafjarðar. Þann 9. nóvember árið 1970 boðuðu til fundar þeir félagar Friðrik. J. Friðriksson og Reynir Þorgrímsson, félagar í Rotaryklúbbi Sauðárkróks, til að kanna áhuga á golfíþróttinni á Króknum. Á fundinn mættu ríflega 20 manns sem töldust því til stofnfélaga Golfklúbbs Sauðárkróks.

https://www.feykir.is/is/frettir/golfklubbur-skagafjardar-50-ara-i-dag

Categories: Félagsstarf

Aðalfundur GSS mánudaginn 30. nóvember

Aðalfundur GSS verður haldinn mánudaginn 30. nóvember kl. 20. Á dagskrá eru venjuleg aðalfundarstörf. Fundarstaður og fyrirkomulag mun ráðast af reglum um sóttvarnir sem verða í gildi á fundardegi og verður auglýst í tæka tíð.

Hér eru til kynningar tillögur um breytingar á lögum GSS. Tillögurnar verða teknar fyrir á fundinum.

Categories: Félagsstarf

Óheimilt að stunda golf

Samkvæmt reglugerð um sóttvarnir frá 30. október 2020 er óheimilt að stunda golf. Gildistími reglugerðarinnar er til 17. nóvember 2020.
Sjá nánar: https://www.golf.is/sottvarnalaeknir-segir-ad-oheimilt-se-ad-stunda-golf/

Categories: Félagsstarf